Meðfylgjandi eru lögin um breytingu skattumdæma sem gildi tekur þann 1.jan nk eins og Alþingi gekk frá þeim þann 18.des. sl. Enn á eftir að birta þá í Stjórnartíðimdum
Þær breytingar urðu á frá upphaflegu frumvarpi að ákvæði um að úrskurður ríkisskattstjóra skuli vera endanleg úrlausn mála á stjórnsýslustigi voru felld út og þess í stað er heimilt að kæra slíkar ákvarðanir til yfirskattanefndarinnar eftir almennum reglum þar um. Þetta á við um ákvörðun reikningsárs í rekstri en einkum er þetta breyting á meðferð ívilnunar- og lækkunarerinda skattþegna vegna veikinda, slysa, mannsláts, framfærslubyrðar, eignatjóns og þess háttar atvika.