AUGLÝSING um innheimtuhlutfall í staðgreiðslu árið 2010.
Nr. 1083/2009
|
28. desember 2009
|
|
|
||
um innheimtuhlutfall í staðgreiðslu árið 2010.
|
||
Lögum samkvæmt ákveður og auglýsir fjármálaráðuneytið árlega innheimtuhlutfall í staðgreiðslu sem er samanlagt hlutfall tekjuskatts samkvæmt lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt og meðalhlutfall útsvars eins og það er samkvæmt ákvörðunum sveitarstjórna, sbr. lög nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga.
Tekjuskattshlutfall á árinu 2010 verður 24,1% af tekjuskattsstofni að 2.400.000 kr., 27% af tekjuskattsstofni frá 2.400.001 kr. að 7.800.000 kr. og 33% af tekjuskattsstofni frá 7.800.001 kr. Meðalútsvar á árinu 2010 samkvæmt fyrirliggjandi ákvörðunum sveitarstjórna verður 13,12%. Innheimtuhlutfall í staðgreiðslu á árinu 2010 verður því 37,22% af tekjuskattsstofni að 2.400.000 kr., 40,12% af tekjuskattsstofni frá 2.400.001 kr. að 7.800.000 kr. og 46,12% af tekjuskattsstofni frá 7.800.001 kr.
Fjármálaráðuneytinu, 28. desember 2009.
F. h. r.
Ingibjörg Helga Helgadóttir.
|
||
B-deild – Útgáfud.: 30. desember 2009
|