LÖG 145,28.des.2009 um breytingu á lögum um fjarskipti. LÆKKUN jöfnunargjalds pr 01 01 09
Nr. 145 28. desember 2009
LÖG
um breytingu á lögum um fjarskipti, nr. 81/2003,
með síðari breytingum.
FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:
1. gr.
Við 3. gr. laganna bætist eftirfarandi orðskýring í viðeigandi stafrófsröð: Reikiþjónusta:
Símtalsþjónusta, SMS-þjónusta, MMS-þjónusta og önnur gagnaflutningsþjónusta í farsímaneti
sem á upphaf hjá viðskiptavini í farsímaneti rekstraraðila hér á landi og lýkur í farsímaneti
rekstraraðila í öðru ríki eða er móttekið af viðskiptavini með upphaf í almennu símaneti
í öðru ríki og lýkur í farsímaneti rekstraraðila hér á landi.
2. gr.
Í stað hlutfallstölunnar „0,65%“ í 3. mgr. 22. gr. laganna kemur: 0,10%.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 35. gr. laganna:
a. Í stað orðsins „reikisímtal“ í 1. mgr. kemur: reikiþjónustu.
b. Í stað orðsins „reiki“ í inngangsmálslið 2. mgr. kemur: reikiþjónustu.
c. Á eftir orðinu „Hámarksverð“ í c-lið 2. mgr. kemur: í heild- og smásölu.
d. Við 2. mgr. bætast fjórir stafliðir, svohljóðandi:
i. Reglur um tímamælingar og gjaldfærslur reikisímtala.
j. Gjaldtöku fyrir móttöku talhólfsskilaboða í reikiþjónustu.
k. Skyldu fjarskiptafyrirtækja til að veita reikiviðskiptavinum sínum persónubundnar
upplýsingar um verð og annað tengt gagnaflutningsþjónustu í reiki.
l. Skyldu fjarskiptafyrirtækja til að gera reikiviðskiptavinum sínum kleift að fylgjast
með gagnaflutningsnotkun sinni á grundvelli verðs og magns og veita þeim kost á
að velja efstu mörk fyrir slíka þjónustu yfir ákveðið tímabil.
4. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
|