Félag bókhaldsstofa stendur fyrir opinni ráðstefnu á Grand Hótel næstkomandi sunnudag, 10. janúar, frá kl. 15 til 18. Farið verður yfir helstu breytingar á skattalögum sem samþykktar voru á haustþinginu. Um er að ræða afar viðamiklar breytingar sem margar hverjar tóku gildi strax um nýliðin áramót. Farið verður yfir nýju lögin og álitaefni reifuð með þátttöku fundarmanna. Fyrirlesarar verða Páll Jóhannesson, hdl., frá Tax & Legal og Lúðvík Þráinsson, löggiltur endurskoðandi, frá Deloitte.
Áhugamenn um skattamál, jafnt sem fagmenn, eru hvattir til að mæta. Ráðstefnugjald er kr. 3.500, kaffi og meðlæti innifalið. Skráning fer fram á netfanginu [email protected]. Tökum á móti greiðslu á staðnum.
Allir velkomnir
Stjórn Félags bókhaldsstofa