Skattar 2010 – Hvað gerðist á Alþingi 21. desember 2009?

Félag bókhaldsstofa stendur fyrir opinni ráðstefnu á Grand Hótel næstkomandi sunnudag, 10. janúar, frá kl. 15 til 18. Farið verður yfir helstu breytingar á skattalögum sem samþykktar voru á haustþinginu. Um er að ræða afar viðamiklar breytingar sem margar hverjar tóku gildi strax um nýliðin áramót. Farið verður yfir nýju lögin og álitaefni reifuð með þátttöku fundarmanna. Fyrirlesarar verða Páll Jóhannesson, hdl., frá Tax & Legal og Lúðvík Þráinsson, löggiltur endurskoðandi, frá Deloitte.
Áhugamenn um skattamál, jafnt sem fagmenn, eru hvattir til að mæta. Ráðstefnugjald er kr. 3.500, kaffi og meðlæti innifalið. Skráning fer fram á netfanginu [email protected]. Tökum á móti greiðslu á staðnum.
Allir velkomnir
Stjórn Félags bókhaldsstofa

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur