Bókhald og kennsla ehf er að fara af stað með bókhaldsnám sem kallast „Hagnýtt bókhald II“ í samvinnu við Tölvu og verkfræðiþjónustuna, Grensásvegi 16.
Það er í boði fyrir alla sem hafa nú þegar þekkingu bókhaldi (debit og kredit) og ennfremur þekkingu á excel ! Hentugt námskeið fyrir þá aðila sem vantar að skerpa á kunnáttunni – eða stíga skrefið lengra.
Kennslugögn:
1. DK – bókhald fyrirtækis sem búið er að færa 1 ár –
a. leitað eftir villum – og leiðrétta, stemma banka, gera vsk skýrslur og stemma af allar eignir og skuldir
b. lokafærslur og leiðréttingar bókaðar..
2. hvað þarf að hafa í huga við uppgjör : frágangur uppgjörsmöppu
3. Hvað hefur DK upp á að bjóða: – öll undirkerfi skoðuð og fært td. í sölukerfi, birgakerfi og launakerfi,
ennfremur sem fjárhagurinn skoðaður með tillitit til áætlunargerðar.
4. Hvernig vinnum við RSK 1.04 (framtal lögaðila) og fylgiblöð t.d RSK 10.26 (afstemmingar vsk í lok árs) –
og hvaða atriði við þurfum við að taka tillit til
5. Ársreikningurinn skoðaður með tilliti til allra lokafærslna sem þarf að gera
6. Nýtt ár stofnað og hvað þarf að hafa í huga !
7. Hjálparsíður á netinu og handbækur til að auðvelda okkur upplýsingaleit: t.d varðandi tollskýrslugerð,
skattatölur, launaþegaupplýsingar, námskeið fyrir bókara, og endurmenntun til framtíðar !
8. Flóknari færslur unnar samhliða í kennslubók –
s.s færslur verðbréfa, hlutabréfa, útreikningur launa, færslur v. innflutnings og útrekningar,
útreikningur skuldabréfa
9. Lög og reglugerðir varðandi tekjuskatt, virðisaukaskatt, lög um bókhald, ársreikninga ofl. skoðað
10. Fagleg vinnubrögð kennd af reynslumiklum viðurkenndum bókara
11. Námskeiðið gefur einingar til endurmenntunarpunkta hjá FVB
a. hægt er að sækja um styrk til stéttafélaga
b. hægt er að sækja um styrk til vinnumálastofnunar
c. námið gefur 3 einingar til stúdentsprófs
d. Félagsmenn FVB fá afslátt hjá TV
Byrjar Endar Tími Stnd Klst Verð Ábending
21.1.2010 4.3.2010 9:00-12:00 58 39 79.900 kr. Kennt þri/fim
21.1.2010 4.3.2010 19:30-22:30 58 39 79.900 kr. Kennt þri/fim
Sjá nánar á www.tv.is