Komið þið sæl
Vona að sem flestir félagar séu nú þegar búnir að taka frá 9. nóvember – daginn sem aðalfundurinn okkar verður haldinn.
Staðurinn verður Kiwanissalurinn við Engjateig, dagskráin hefst um hádegi með námskeiði á vegum endurmenntunarnefndar, en efnið sem mun verða tekið fyrir er t.d. sjóðstreymi, eignasamningar eins og rekstrarleigusamninga og kaupleigusamningar og bifreiðar á bláum og rauðum númerum.
Síðan mun stjórnin standa fyrir hugarflugsfundi um starfssemi félagsins í fortíð, nútíð og framtíð og margt fleira.
Að lokum mun aðalfundurinn hefjast og deginum ljúka svo með veitingum og uppákomu frá skemmtinefnd.
Stjórnin