Search
Close this search box.

Áætlanagerð vinnustofa (MORGUNNÁMSKEIÐ)

    Dagsetning: 2018-10-23 

    Tími frá: 8:30   – 12:30

    Staðsetning: Promennt, Skeifan 11b 

    {google_map}Skeifan 11b{/google_map}  

    Verð: 7.500 

    Hámarksfjöldi: fer eftir stærð salarins 

    Síðasti skráningardagur: 2018-10-21 

    Lýsing

    Viltu geta sett upp fjárhagsáætlun fyrir lítið og millistórt fyrirtæki?

    Vegna fjölda fyrirspurna ætlum við að bjóða uppá vinnustofu (Work shop) í áætlanagerð.

    ATH. námskeiðið verður sent út með skype eins og áður fyrir landsbyggðina.

    Námskeiðin verða haldin í kennslustofu hjá Promennt, Skeifunni 11b

    Boðið verður uppá bæði morgun og kvöldnámskeið ef næg þátttaka fæst.

    Morgunnámskeið: Þriðjudaginn 23. október frá kl. 8.30-12.30

    Kvöldnámskeið: Miðvikudaginn 24. október frá kl. 17.00-21.00

    Leiðbeinandi: Jón Hreinsson, fjármálastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Jón er menntaður viðskiptafræðingur og er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Auk starfa sinna sem fjármálastjóri hefur hann komið að uppbygginu og ráðgjöf fjölda frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja. Jón hefur einnig víðtæka reynslu af fjármögnun fyrirtækja og hefur setið í hinum ýmsu stjórnum og ráðum fyrirtækja og samtaka.

    Um námskeiðið: Drög að námskeiðslýsingu /vinnustofulýsing Megin uppistaða námskeiðsins / vinnustofunnar er að nemendur vinna fjárhagsáætlun frá grunni og fá aðstoð við lausn hennar. Meðal annars verður unnin næmigreining á fjárhagsáætluninni, helstu áhrifaþættir, veikleikar og lykilþættir árangurs verða greindir.

    Á námskeiðinu /vinnustofunni verður fjallað almennt um áætlanagerð með það að markmiði að auka færni og skilning þátttakenda við áætlanagerð. Horft verður á ferli fjárhagsáætlunar í heild frá tekjum og gjöldum til frávikagreininga og eftirfylgni. Farið verður yfir helstu verkefnin og algengustu villur/vandamál rædd. Gerð verður næmnigreining þar sem þátttakendum er kennt að draga fram þá þætti sem hafa mest áhrif á velgengni og rætt er um hvernig hægt er að hafa stjórn á þessum þáttum.

    Megin þættir: 

    • Undirbúningur og gagnaöflun fyrir áætlun
    • Gerð áætlana
    • Hvernig hrindum við áætlunum í framkvæmd
    • Næmnigreining
    • Eftirfylgni og frávikagreining

    Ávinningur að námskeiði loknu: Í lok námskeiðs hafa þátttakendur gert fjárhagsáætlun og fengið betri innsýn í áætlanagerð og verklag við þá vinnu. Að nemendur geri sér grein fyrir hvernig áætlanir er uppbyggðar og hvernig eftirfylgni og frávikagreiningu er hagað. Lögð verður áhersla á að þátttakendur geti notað áætlanagerð sem stjórntæki.

    Afskráning þarf að berast í síðasta lagi 2 dögum fyrir námskeið.

    Verð fyrir félagsmenn er kr. 7.500 aðrir greiða kr. 9.500

    Námskeiðið gefur 6 endurmenntunarpunkta.

    Skráning er á vef FVB til og með 21. október.

    Fjöldi þátttakenda takmarkast af stærð salarins.

    Fræðslunefndin

     

      Close Popup

      Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

      Close Popup
      Privacy Settings saved!
      Friðhelgisstillingar

      Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


      Tæknilegar vafrakökur
      Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
      • wordpress_test_cookie
      • wordpress_logged_in_
      • wordpress_sec

      GDPR stillingar
      Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
      • CookieConsent

      Hafna öllum vafrakökum
      Save
      Samþykkja allar vafrakökur