Dagsetning: 2018-10-23
Tími frá: 8:30 – 12:30
Staðsetning: Promennt, Skeifan 11b
Verð: 7.500
Hámarksfjöldi: fer eftir stærð salarins
Síðasti skráningardagur: 2018-10-21
Lýsing
Viltu geta sett upp fjárhagsáætlun fyrir lítið og millistórt fyrirtæki?
Vegna fjölda fyrirspurna ætlum við að bjóða uppá vinnustofu (Work shop) í áætlanagerð.
ATH. námskeiðið verður sent út með skype eins og áður fyrir landsbyggðina.
Námskeiðin verða haldin í kennslustofu hjá Promennt, Skeifunni 11b
Boðið verður uppá bæði morgun og kvöldnámskeið ef næg þátttaka fæst.
Morgunnámskeið: Þriðjudaginn 23. október frá kl. 8.30-12.30
Kvöldnámskeið: Miðvikudaginn 24. október frá kl. 17.00-21.00
Leiðbeinandi: Jón Hreinsson, fjármálastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Jón er menntaður viðskiptafræðingur og er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Auk starfa sinna sem fjármálastjóri hefur hann komið að uppbygginu og ráðgjöf fjölda frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja. Jón hefur einnig víðtæka reynslu af fjármögnun fyrirtækja og hefur setið í hinum ýmsu stjórnum og ráðum fyrirtækja og samtaka.
Um námskeiðið: Drög að námskeiðslýsingu /vinnustofulýsing Megin uppistaða námskeiðsins / vinnustofunnar er að nemendur vinna fjárhagsáætlun frá grunni og fá aðstoð við lausn hennar. Meðal annars verður unnin næmigreining á fjárhagsáætluninni, helstu áhrifaþættir, veikleikar og lykilþættir árangurs verða greindir.
Á námskeiðinu /vinnustofunni verður fjallað almennt um áætlanagerð með það að markmiði að auka færni og skilning þátttakenda við áætlanagerð. Horft verður á ferli fjárhagsáætlunar í heild frá tekjum og gjöldum til frávikagreininga og eftirfylgni. Farið verður yfir helstu verkefnin og algengustu villur/vandamál rædd. Gerð verður næmnigreining þar sem þátttakendum er kennt að draga fram þá þætti sem hafa mest áhrif á velgengni og rætt er um hvernig hægt er að hafa stjórn á þessum þáttum.
Megin þættir:
- Undirbúningur og gagnaöflun fyrir áætlun
- Gerð áætlana
- Hvernig hrindum við áætlunum í framkvæmd
- Næmnigreining
- Eftirfylgni og frávikagreining
Ávinningur að námskeiði loknu: Í lok námskeiðs hafa þátttakendur gert fjárhagsáætlun og fengið betri innsýn í áætlanagerð og verklag við þá vinnu. Að nemendur geri sér grein fyrir hvernig áætlanir er uppbyggðar og hvernig eftirfylgni og frávikagreiningu er hagað. Lögð verður áhersla á að þátttakendur geti notað áætlanagerð sem stjórntæki.
Afskráning þarf að berast í síðasta lagi 2 dögum fyrir námskeið.
Verð fyrir félagsmenn er kr. 7.500 aðrir greiða kr. 9.500
Námskeiðið gefur 6 endurmenntunarpunkta.
Skráning er á vef FVB til og með 21. október.
Fjöldi þátttakenda takmarkast af stærð salarins.
Fræðslunefndin