Aðalfundur Félags viðurkenndra bókara verður haldinn 20.mars 2025 kl. 17:00 á Grand
Hótel – salur Gallerí. Húsið opnar kl. 15:50 fyrir þá sem sækja viðburð fyrir fundinn.
Skráning fer fram á heimasíðu FVB og þarf þar að skrá sig annað hvort á fundinn eða á
fundinn og viðburð fyrir aðalfund í síðasta lagi 15/3/25 (viðburður).
Dagskrá
1. Kosning fundarstjóra
2. Tilnefning fundarritara og tveggja atkvæðateljara
3. Skýrsla formanns og stjórnar, umræður um skýrsluna og hún borin upp til samþykktar
4. Gjaldkeri leggur fram ársreikning félagsins fyrir 2024, umræður um ársreikninginn og
hann borinn upp til samþykktar eða synjunar
5. Skýrslur nefnda og umræður um þær
6. Breytingatillögur stjórnar til aðalfundar:
a. Breytingartillaga til aðalfundar – Opnun félags
• Tillaga um Opnun félags borin undir atkvæði
• Lagabreytingatillaga til aðalfundar; breytingar á 3 og 6 gr. laga
b. Breytingartillaga til aðalfundar – Niðurfelling nefnda
• Tillaga um Niðurfellingu nefnda borin undir atkvæði
• Lagabreytingatillaga til aðalfundar; breytingar á 11 og 15 gr. laga
c. Breytingartillaga til aðalfundar – Félags- og aukaaðalfundir
• Tillaga um – Félags- og aukaaðalfundi borin undir atkvæði
• Lagabreytingartillaga til aðalfundar; breyting á 23 gr. laga
7. Kosning formanns og varaformanns
8. Kosning meðstjórnenda
9. Kosning varamanna í stjórn
10. Kosning skoðunarmanna reikninga og eins til vara
11. Kosning nefnda
a. Fræðslunefnd og varamenn (fellur út ef lagabreyting samþykkt)
b. Laga-, samskipta- og aganefnd (LSA) og varamenn
c. Skemmtinefnd (fellur út ef lagabreyting samþykkt)
12. Lögð fram fjárhagsáætlun næsta starfsárs
13. Tillaga stjórnar um félagsgjald og inntökugjald næsta reikningsárs
a. Breytingartillaga til aðalfundar – Félags- og inntökugjald
• Tillaga um Félags- og inntökugjald borin undir atkvæði
14. Önnur mál