Kæru félagsmenn,
Fyrir hönd stjórnar og nefnda þökkum við kærlega fyrir ykkar þátttöku á aðalfundardeginum okkar þann 9. nóvember síðastliðinn.
Full af fróðleik og hamingju var gengið til aðalfundar með skýrslum stjórnar og nefnda, samþykktum og umræðum og ekki má gleyma kosningum í störf félagsins. Auglýst var eftir framboðum fyrir fundinn og voru nokkuð mörg sem bárust til okkar og voru kynnt á fundinum.
Öll framboð voru samþykkt með lófaklappi. Um leið og við þökkum fráfarandi stjórnar- og nefndarmönnum fyrir störf sín í þágu félagsins bjóðum við nýja aðila velkomna til starfa. Stjórn og nefndir eru í óða önn að skipuleggja fundi og í framhaldi starfið í vetur. Margt verður á döfinn og lítur út fyrir spennandi ár framundan.
Öllum er velkomið að senda okkur línu á [email protected], allar hugmyndir og ábendingar eru vel þegnar.
Hvað langar þig að gera með okkur á næsta starfsári?
Stjórn og nefndir 2012-2013
Stjórn: Júlía Sigurbergsdóttir, Daníel G. Björnsson, Guðný Árnadóttir, Halldóra Björk Jónsdóttir og Valgerður Gísladóttir
Til vara: Jóhann Jóhannsson og Nanna G. Marinósdóttir
Laga-, samskipta- og aganefnd: Ásdís Hafrún Benediktsdóttir, Nanna G. Marínósdóttir og Magdalena Lára Gestsdóttir
Til vara: Dagmar Elín Sigurðardóttir og Hrafnhildur Sigurgísladóttir
Skoðunarmaður: Margrét Vera Knútsdóttir
Til vara: Magdalena Lára Gestsdóttir
Fræðslunefnd: Jóhanna Árnadóttir, Ingibjörg Fells Elíasdóttir, Linda K. Guðmundsdóttir, Hafdís J. Hannesdóttir og Kristín H. Þráinsdóttir.
Til vara: Guðborg Eyjólfsdóttir og Þórkatla Jónasdóttir
Skemmtinefnd: Sigrún Ómarsdóttir, Guðborg Eyjólfsdóttir, Sigfríð Hallgrímsdóttir og Jóna Hildur Jósepsdóttir, varamaður
Fulltrúi í prófanefnd: Inga Jóna Óskarsdóttir
Skrifstofustjóri fvb: Margrét V. Friðþjófsdóttir