Search
Close this search box.

Áform eru uppi að gera breytingar á eftirlitsþáttum varðandi kílómetragjald.

Í gildandi lögun um olíugjald og kílómetragjald nr. 87 9. júní 2004 með áorðnum breytingum og birt eru á vef Alþingis
eru svofelld ákvæði um eftirlit:

18. gr.]1) Eftirlit.
Ríkisskattstjóri annast eftirlit með því að ekki sé notuð lituð olía á skráningarskyld ökutæki og að skráning þeirra og búnaður sé í samræmi við fyrirmæli laga þessara. Jafnframt annast ríkisskattstjóri eftirlit með því að gjaldskyld ökutæki, skráning þeirra og búnaður, svo og skráning ökumanna á akstri, sé í samræmi við fyrirmæli laga þessara, reglur um ökumæla og skráningu ökutækisins í ökutækjaskrá. [Ráðherra]2) er heimilt að fela [Samgöngustofu]3) framkvæmd [tiltekinna þátta]4) eftirlitsins.

Eftirlitsmönnum er heimilt að stöðva ökutæki til að gera þær athuganir sem taldar eru nauðsynlegar til að staðreyna hvort lituð olía hafi verið notuð á skráningarskylt ökutæki andstætt ákvæði 3. mgr. 4. gr., þar á meðal að skoða eldsneytisgeymi og vél ökutækis. Eftirlitsmönnum er heimilt að taka [sýni úr eldsneytisgeymi ökutækis].4) [Einnig er eftirlitsmönnum heimilt að taka sýni úr birgðageymum, að beiðni ríkisskattstjóra.]4) Jafnframt er eftirlitsmönnum heimilt að stöðva ökutæki og gera þær athuganir á því sem taldar eru nauðsynlegar til að staðreyna að ökutæki, mælabúnaður þess og skráning ökumanns á akstri sé í samræmi við skráningu ökutækisins í álestrarskrá ökumæla. Þá er eftirlitsmönnum heimilt að leggja hald á skráningarblöð ökurita og akstursbók. [Ökumanni er skylt að stöðva ökutæki óski eftirlitsmaður þess og heimila eftirlitsmanni að gera nauðsynlegar athuganir til að staðreyna hvort lituð olía hafi verið notuð á ökutækið.]4)
[Ríkisskattstjóri hefur eftirlit með gjaldskyldum aðilum, sem hlotið hafa skráningu skv. 3. gr., og er heimilt að krefjast þess að fá afhent bókhald og bókhaldsgögn, svo og önnur gögn er varða reksturinn. Enn fremur hefur ríkisskattstjóri aðgang að starfsstöðvum og birgðastöðvum. Að öðru leyti gilda ákvæði laga um virðisaukaskatt eftir því sem þau geta átt við.]4)
[Hafi ríkisskattstjóri grun um skattsvik eða að refsiverð brot á lögum um bókhald hafi verið framin skal hann tilkynna það skattrannsóknarstjóra ríkisins sem ákveður um framhald málsins. Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. er ríkisskattstjóra heimilt að ljúka máli án þess að vísa því til skattrannsóknarstjóra ríkisins enda sé einvörðungu um að ræða brot er varðar refsingu skv. 4. eða 5. mgr. 19. gr., sbr. 4. mgr. 20. gr.]4)
   
1)L. 169/2006, 3. gr. 2)L. 126/2011, 390. gr. 3)L. 59/2013, 28. gr. 4)L. 169/2006, 7. gr. 

Samkvæmt nú fyrirliggjandi breytingartillögu meiri hluta fjárlaganefndar á þskj. 585 við fyrirliggjandi frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2016 er gert ráð  fyrir að í stað Samgöngustofu komi 3 lögregluembætti til með að annast um eftirlitið sbr. ofangreint ákvæði .

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur