Ágæti viðtakandi.
Eitt af metnaðarmálum norrænu forsætisráðherranna er að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta landsvæði í heiminum. Nordic Smart Government & Business (2016-2024) hefur lagt sitt af mörkum til að raungera þá sýn. Markmiðið er að byggja upp stafrænt vistkerfi.
Á árunum 2021-2024 var unnið að fjórða og síðasta áfanga verkefnisins sem lýkur nú með útgáfu lokaskýrslu um afurðir verkefnavinnunnar og bæklingi með dæmum frá fyrirtækjum og stofnunum um hagnýtingu afurðanna.
Þó verkefninu sé nú formlega lokið heldur samstarf norrænna fyrirtækjaskráa og skattyfirvalda áfram. Sérstök áhersla verður lögð á rafræn viðskiptaskjöl, gagnaskipti og samskipti við framkvæmdastjórn ESB til að auka rekstrarsamhæfi og draga úr stjórnsýslubyrði.
Lesa nánar: Frétt á vef Skattsins
Fyrir hönd landsteymisins,
Linda Rut
Kveðja / Regards