Search
Close this search box.

Álagning lögaðila 2016

Álagning lögaðila 2016

Álagning lögaðila 2016, vegna tekjuársins 2015, verður 31. október næstkomandi.  Álagningarseðlar verða sendir lögaðilum í pósti og birtir á þjónustuvef RSK.”


Forsendur álagningar 

Tekjuskattur í almennu þrepi (hlutafélög, einkahlutafélög o.fl.)    20%
Tekjuskattur í efra þrepi (sameignarfélög, dánarbú, þrotabú o.fl.)   36%
Tekjuskattur félaga í efra þrepi af fengnum arði frá hlutafélögum   20%
Skattur á fjármagnstekjur óskattskyldra lögaðila   20%
     
Tryggingagjald, almennt   7,49%
Tryggingagjald vegna sjómanna við fiskveiðar   8,14%
 Búnaðargjald   1,2%
 Sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki   0,376%
 Viðbót við sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki   Ekki lagt á 2016
 Jöfnunargjald alþjónustu   0,10%
 Fjársýsluskattur    5,50%
 Sérstakur fjársýsluskattur    6%
     
 Útvarpsgjald kr.   16.400
 Hámarks gjaldfærsla á eignasamstæðum kr. 250.000
     






ÁlagningarseðillinnÁlögð gjöld (þinggjöld) eru tekjuskattur, búnaðargjald, sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, jöfnunargjald alþjónustu, útvarpsgjald, tryggingagjald og gjöld því tengd og fjársýsluskattur. Skattur á fjármagnstekjur er eingöngu lagður á lögaðila sem undanþegnir eru almennri skattlagningu, sbr. það sem nefnt er í 3. mgr. 1. kafla hér að framan um arðgreiðslur.

Til frádráttar koma:

  • Fyrirframgreiðsla upp í álögð gjöld.
  • Staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur.
  • Inneignarvextir að frádreginni staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur.
  • Staðgreiðsla tryggingagjalds og tengdra gjalda.
  • Staðgreiðsla fjársýsluskatts.
  • Rannsóknar- og þróunarkostnaður vegna nýsköpunarverkefna sem hlotið hafa staðfestingu Rannís.

Séu þessir liðir hærri en álögð gjöld kemur mismunurinn til skuldajöfnunar og/eða endurgreiðslu. Ofgreiðslu er fyrst ráðstafað upp í eldri eftirstöðvar þinggjalda, tryggingagjalds og fjársýsluskatts, síðan á móti gjöldum ársins sem gjaldfalla 1. nóvember eða fyrr og að lokum upp í aðrar gjaldfallnar skuldir.Gjalddagar

Gjalddagar opinberra gjalda lögaðila eru 1. dagur hvers mánaðar, nema mánuðina janúar og október.

Þar til álagning liggur fyrir skal greiða á hverjum gjalddaga ákveðinn hundraðshluta skatta er greiða bar næstliðið ár. Gjalddagar fyrirframgreiðslu á árinu 2016 voru átta. Eftirstöðvum gjalda er jafnað á tvo gjalddaga, 1. nóvember og 1. desember. Gjalddagaskipting miðast þó við að ekki sé til innheimtu lægri fjárhæð en 5.000 kr. á hverjum gjalddaga.

Staðgreiðsluskylt tryggingagjald og fjársýsluskattur er gjaldfallið fyrir 1. nóvember. Tryggingagjald og fjársýsluskattur utan staðgreiðslu gjaldfellur 1. nóv­ember.

Vangreiðsla á hluta gjalda veldur því að öll gjöld á gjaldárinu falla í eindaga mánuði eftir gjalddagann, þó ekki fyrr en mánuði eftir að álagningu er lokið.

Dráttarvextir og inneignarvextir

Dráttarvextir eru reiknaðir í samræmi við ákvæði 114. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og 13. gr. laga nr. 113/1990 um tryggingagjald, sbr. III. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu.

Vextir á ofgreitt tryggingagjald eða fjársýsluskatt eru reiknaðir í samræmi við 2. mgr. 114. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt.

Greiðsluseðlar

Greiðsluseðlar verða sendir út vegna gjalddaga 1. nóvember og 1. desember ef fjárhæð á gjalddaga er 5.000 kr. eða hærri.

Nánari upplýsingar

Tollstjóri og sýslumenn utan Reykjavíkur veita nánari upplýsingar um greiðslustöðu, útborgun inneigna og innheimtu skulda. Greiðslustöðu hjá innheimtumanni má einnig sjá á þjónustusíðu framteljanda á www.skattur.is. Ríkisskattstjóri veitir nánari upplýsingar um álagningu þinggjalda og tryggingagjalds.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur