Search
Close this search box.

Álagning lögaðila vegna rekstrarársins 2014

2.11.2015

Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu á lögaðila á grundvelli rekstrarársins 2014. Álögð gjöld eru samtals 183,8 ma.kr. samanborið við 181,1 ma.kr. á síðasta ári og nemur hækkunin því um 2,7 ma.kr. Stærstu breytingarnar á milli ára snerta tekjuskatt lögaðila, sem hækkar um 8,2 ma.kr. og sérstakan fjársýsluskatt, sem lækkar um 7.ma.kr.

Gjaldskyldum félögum fjölgar um 1.040 eða 2,7% á milli ára og eru þau nú um 39.813. Hins vegar fjölgar félögum sem greiða tekjuskatt um 6,6% milli ára sem er sterk vísbending um batnandi hag almennt hjá íslenskum fyrirtækjum. Rétt er þó að hafa í huga að hér er um að ræða svokallaða frumálagningu sem getur tekið ákveðnum breytingum síðar.

Opinber gjöld lögaðila 2014 og 2015

                                                                     Álögð gjöld                                Fjöldi  

M.kr.  2014 2015 Br. 2014 2015 % br.
Tekjuskattur  55.520 63.754 8.233 16.332 17.405 6,6%
Fjármagnstekjuskattur 1.523 1.440 -83 583 605 3,8%
Útvarpsgjald 670 641 -30 34.547 35.995 4,2%
Sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki 35.029 33.657 -1.372 9 9 0,0%
Fjársýsluskattur 3.475 2.895 -579 143 152 6,3%
Sérstakur fjársýsluskattur 13.017 6.023 -6.994 9 9 0,0%
Önnur gjöld 256 267 11      
Tryggingagjald* 71.599 75.120 3.521 17.559 17.919 2,1%
Alls 181.089 183.796 2.707      
Fjöldi gjaldskyldra félaga       38.773 39.813 2,7%
*Markaðsgjald og iðgjald slysatryggingar sjómanna eru hér talin með í tölum um tryggingagjald.  



Tekjuskattur lögaðilaÁlagður tekjuskattur er 63,8 ma.kr. sem er 14,8% aukning á milli ára og gjaldendum hefur fjölgað um 1.073 eða 6,6%. Skatthlutfallið er það sama bæði árin, eða 20%. Ef skoðuð er skipting álagðs tekjuskatts eftir atvinnugreinum þá er fjármála- og vátryggingastarfsemi með hæstu álagninguna eða 22,8 ma.kr. því næst kemur vöruframleiðsla sem er með 10,4 ma.kr. álagðan tekjuskatt. Þar undir flokkast m.a. vinnsla sjávarafurða og stóriðja.

Fjármagnstekjuskattur

Lögaðilar bera almennt ekki fjármagnstekjuskatt. Þó skulu þeir lögaðilar sem eru undanþegnir almennri tekjuskattskyldu greiða fjármagnstekjuskatt, eins og sveitarfélög og ýmis sjálfseignarfélög. Álagður fjármagnstekjuskattur á lögaðila nemur 1.440 m.kr. sem er 83 m.kr. lægri fjárhæð en á árinu 2014 og lækkar þannig um 5,5% milli ára.

Útvarpsgjald

Álagt útvarpsgjald á lögaðila nemur 641 m.kr. sem er 4,4% lækkun á milli ára.. Meginskýring þeirrar lækkunar er að útvarpsgjald á hvern gjaldanda lækkaði úr 19.400 kr. í  17.800 kr. milli áranna 2013 og 2014. Á móti vegur að gjaldendum þess fjölgar um 1.448.

Sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki („bankaskattur“)

Sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki er nú lagður á í fimmta sinn. Skatthlutfallið er 0,376% og gjaldstofninn annars vegar heildarskuldir viðkomandi lögaðila sem eru yfir 50 ma.kr. og hins vegar samtala viðurkenndra krafna slitabúa umfram 50 ma.kr. Bankaskatturinn nemur nú um 33,7 ma.kr. og lækkar um 1,4 ma.kr. frá fyrra ári en heildarskuldir starfandi fjármálafyrirtækja voru lægri í árslok 2014 en í árslok 2013. Þá voru útistandandi kröfur stærstu fjármálafyrirtækjanna í slitameðferð einnig lægri.

Fjársýsluskattur

Fjársýsluskattur, sem er innheimtur í staðgreiðslu, er nú lagður á í þriðja sinn. Álagningin nemur 2,9 ma.kr. og nær til 152 lögaðila. Gjaldstofn fjársýsluskatts hefur samkvæmt því verið 52,6 ma.kr. m.v. rekstrarárið 2014. Skatt· hlutfallið var 5,5% á árinu 2014 og skattstofninn er allar tegundir launa eða þóknana fjármála- og tryggingafyrirtækja. Á árinu 2013 var skatthlutfallið hins vegar 6,75% sem þýðir að gjaldstofninn hefur verið 51,5 ma.kr. á því ári. Samkvæmt því hefur gjaldstofninn hækkað um 2,3% milli ára borið saman við tæplega 17% lækkun á álagningu fjársýsluskattsins í heild.

Sérstakur fjársýsluskattur

Sérstakur 6% fjársýsluskattur er nú einnig lagður á í þriðja sinn en hann leggst á hagnað fjármálafyrirtækja, þ.m.t.  tryggingafélaga, sem er umfram 1 ma.kr. Samkvæmt álagningartölum ríkisskattstjóra nemur hann alls 6 ma.kr. Þetta er  veruleg lækkun frá álagningu síðasta árs þegar sambærileg fjárhæð var 13 ma.kr. Þetta má m.a. rekja til þess að færri fyrirtæki í slitameðferð greiða þennan skatt í ár.

Tryggingagjald

Álagning tryggingagjalds nemur 75,1 ma.kr. samanborið við 71,6 ma.kr. árið áður og er það hækkun um 4,9% á milli ára. Gjaldendum tryggingagjalds fjölgaði um 360 eða 2,1%. Skatthlutfall tryggingagjalds lækkaði um 0,1% milli rekstraráranna 2013 og 2014, eða úr 7,69% í 7,59% sem þýðir að álagningarstofninn hefur hækkað um liðlega 6%. Gjaldið er innheimt í staðgreiðslu og er venjulega ágætt samræmi á milli innheimtu og álagningar.

Afsláttur vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar

Afsláttur vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar er nú veittur í fimmta sinn og nemur alls 1.017 m.kr. samanborið við 1.000 m.kr. í fyrra m.v. frumálagningartölur. Gjaldendur voru 94 og fjölgaði um 1 frá fyrra ári. Afslátturinn gengur upp í álagðan tekjuskatt, ef fyrirtækið er með hagnað en er annars útborganlegur að fullu. 

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur