Tekin hefur verið ákvörðun í samráði við Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið að færa til fyrirhugaða dagsetningu álagningu stjórnvaldssektar vegna vanskila á ásreikningum vegna þess ástand sem hefur skapast í samfélaginu vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Frestur ríkisskattstjóra til fagaðila við skila á framtölum m.v. miðnætti á föstudaginn 1. október næstkomandi. Álagning sekta ársreikningaskrár mun því miðast við þau félög sem ekki hafa skilað inn ársreikningi, og samstæðureikningi ef við á, fyrir miðnætti sunnudaginn 3. október næstkomandi.
Ársreikningaskrá vill ítreka að kveðið er á um í 109. gr. laga nr. 3/2006 (ársl.) að félag skuli senda ársreikning sinn, ásamt samstæðureikningi ef við á, innan mánaðar frá lokum aðalfundar og að lokafrestur til að halda aðalfund er átta mánuðum eftir lok reikningsár. Haldi félag aðalfund í áttunda mánuði eftir lok reikningsárs skal skila ársreikningum fyrir lok áttunda mánaðar. Ársreikningaskrá vill líka ítreka að skráin hefur engar lagaheimildir til veita félögum aðrar fresti en kveðið er á um í lögum. Aðeins er verið að fresta framkvæmd sekta vegna vanskila á ársreikningum.
Kveðja / Regards