Námskeið í apríl 2021
TÓL OG TÆKI – GETUM VIÐ NÝTT UPPLÝSINGAKERFIN BETUR?
-Gætu skilað þér lengra og hjálpað þér með hefðbundin verkefni.
Námskeið á ZOOM með Ingu Jónu Óskarsdóttur hjá „Bókhald og kennsla“. Fimmtudaginn 15. apríl frá kl. 9 til 12
ATH. Fyrirlestrinum verður sendur út á Zoom. Linkur til að taka þátt í fyrirlestrinum verður sendur á þátttakendur daginn áður.
Af hverju þetta námskeið
Verkefni eru allt í kringum okkur bæði í vinnu og einkalífi. Okkur gengur misvel að skipuleggja
verkefni og fylgja þeim eftir. Til eru ýmis verkfæri til að hjálpa okkur að afmarka verkefni,
skipuleggja þau og fylgjast með framvindu þeirra. Notkun þessara verkfæra hjálpar okkur að nálgast
verkefni á agaðan hátt og vinna faglega að verkefnastýringu. Markviss notkun verkefnastjórnunar
hjálpar til við að velja réttu verkefnin, fylgja þeim eftir og stuðlar að markvissari nýtingu fjármag
Fyrir hverja er námskeiðið?
§ Þá sem hafa áhuga á að kynna sér tækni § Þá sem vilja rifja upp hvar hægt er að nálgast leiðbeiningar á vefnum § Þá sem eru að vinna úr upplýsingum úr upplýsingakerfum og þurfa setja uppl. í upplýsingakerfi eða gagnagrunna § Þá sem hafa áhuga á að nýta tímann sinn betur með því að beita nýjum vinnuaðferðum
Verð:
Félagsmenn kr. 6.900 Utanfélagsmenn kr. 8.900
Athugið aðeins 25 manns í hóp svo allir fái sem mest útúr námskeiðinu.
Við munum svo bæta við fleiri námskeiðum eftir þörfum.
ATH Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku á námskeiðinu.
Námskeiðið gefur 4,5 endurmenntunarpunkta
Skráning er á vef FVB til og með þriðjudagsins 13. apríl
Bókhald og kennsla í samvinnu við Félag viðurkenndra bókaraInga Jóna Óskarsdóttir, viðurkenndur bókari
Fræðslunefndin