Nr. 164 30. janúar 2015
AUGLÝSING
um niðurlagningu sjóða.
Samkvæmt heimild í 2. mgr. 6. gr. laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá nr. 19/1988,
lagði sýslumaðurinn á Sauðárkróki á árinu 2014 niður eftirtalda sjóði og stofnanir að fenginni umsögn Ríkisendurskoðunar.
Nr. í Nr. í B-deild
sjóðaskrá Heiti Stjórnartíðinda
1101 Minningarsjóður Jóns Gunnlaugssonar og Guðlaugar Gunnlaugsdóttur 234/1971
622 Minningarsjóður Guðrúnar á Lágafelli 66/1946
1637 Veiðibótasjóðurinn Blendingur 676/2004
1527 Menningarsjóður Landsbanka Íslands hf. 426/1998
795 Minningarsjóður Elliheimilis Vestmannaeyjakaupstaðar 67/1953
1276 Tækjasjóður Landspítalans 761/1983
1374 Ferðasjóður íslenskra barnalækna 59/1990 og 322/2009
513 Minningarsjóður Bjarna Þorsteinssonar og *Markúsar Ívarssonar 103/1942
1539 Námssjóður Eskju 896/2000 og 154/2004
1187 Þjóðhátíðarsjóður 361/1977
* Þann 8. desember 1943 staðfesti dóms- og kirkjumálaráðuneytið breytingu á nafni sjóðsins þar sem nafni Markúsar Ívarssonar
var bætt við. Svo virðist sem láðst hafi að auglýsa þá breytingu.
Jafnframt var eftirfarandi sjálfseignarstofnun tekin af skrá sýslumannsins á Sauðárkróki yfir sjóði og stofnanir
sem starfa skv. staðfestri skipulagsskrá og skráð í sjálfseignarstofnaskrá ríkis-skattstjóra í samræmi við lög nr. 33/1999.
1345 Bókaútgáfa Orators 335/1988
F.h. sýslumannsins á Norðurlandi vestra, 30. janúar 2015,
Björn Hrafnkelsson fulltrúi.
Auður Steingrímsdóttir.
__________
B-deild