Stjórn FVB hefur ákveðið að vinna að frekari verndun starfsheitis þeirra bókara sem standast próf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis samkvæmt regulgerð nr. 535/2012. Vinna þarf að löggildingu starfsheitis og jafnframt huga að menntunarumhverfi og menntunarkröfum starfsstéttarinnar. Til þess að vinna að stefnumótun við þetta mál verður stofnuð nefnd er afli upplýsinga og skili áliti fyrir 1. nóvember 2015. Greitt verður fyrir fundarsetu samkvæmt ákvörðun stjórnar. Allir gildir félagar í FVB geta gefið kost á sér til starfa og opið er fyrir umsóknir til 20. apríl næstkomandi. Við hvetjum sem flesta til að sækja um. Vinsamlega sendið umsókn með ykkar hugmynd um næstu skref, í póstfang okkar [email protected]