Dagsetning: 2017-05-23
Tími frá: 12:30 – 16:00
Staðsetning: Promennt, Skeifunni 11b
Verð: 5.500
Hámarksfjöldi: Takmarkast af stærð salarins
Síðasti skráningardagur: 2017-05-23
Lýsing
Auka námskeið vegna mikillar aðsóknar.
Work shop Excel
Þriðjudaginn 23. maí og miðvikudaginn 24. maí ætlum við að bjóða uppá auka Exel námskeið þar sem færri komust að en vildu á fyrri námskeiðin.
Námskeiðin verða haldin í Promennt Skeifunni 11b í tölvuveri, frá kl. 12.30-16.00 báða dagana.
ATH. námskeiðin verða send út með skype eins og áður fyrir landsbyggðina.
Vegna skamms fyrirvara er skráning á námskeiðið bindandi ekki verður hægt að afbóka sig. Ef ekki verður næg þátttaka þá fellur námskeiðið niður.
Það er ekki skilyrði að taka fyrri hlutann til að hafa gagn af seinni hlutanum.
Takmarkað sætaframboð á hvert námskeið
Verð fyrir eitt námskeið 5.500 kr. en 9.500 fyrir bæði. Utanfélagsmenn greiða 8.000 kr. fyrir eitt námskeið en 14.000 fyrir bæði.
Hvert námskeið gefur 4,5 endurmenntunarpunkta.
Skráning er á vef FVB til og með 22. maí Fjöldi þátttakenda takmarkast af fjölda tölva í kennslustofu.
Kennari
Sigurður Friðriksson kennari og fyrrv. Skólastjóri. Hefur og er að kenna Excel hjá mörgum af stærri fyrirtækjum landsins.
Námskeiðsefni þriðjudaginn 23. maí:
Á þessu námskeiði er farið í gegnum hagnýt atriði í notkun Excel og er fókusinn aðallega á helstu verkfæri Excel sem geta nýst bókurum sem best í daglegri vinnu við úrvinnslu og framsetningu gagna í Excel ásamt áætlanagerð. Kennslan fer fram í formi verklegra æfinga þar sem þátttakendur vinna verkefni undir leiðsögn kennara.
- Sérstök áhersla lögð á allar aðgerðir sem hraða vinnslu í Excel ásamt flýtiskipunum og fylgir með hefti með upptalningu helstu flýtiaðgerða.
- Notkun innbyggðra reiknifalla kennd og æfð. Lögð er áhersla á að þátttakendur skilji uppbyggingu falla frá grunni .
- Helstu föllin sem tekin verða fyrir: vlookup, if, sumif, countif, averageif, iferror, isblank
- Dagsetningar og dagaföll í Excel ásamt daga og tímaútreikningi í Excel.
- Nokkur fjármálaföll. pmt, nv, pv, rate, irr ofl.
- Hagnýt atriði með greiningarföll. (What if analysis, Data Validation og etv. Data Table)
- Læsingar og aðgangsstýringar reita og svæða í Excel. (Lock – Protection)
- Innflutningur gagna í Excel. (Import from Web, .csv skjöl ofl)
Námskeiðsefni miðvikudaginn 24. maí:
Á þessu námskeiði verður tekið fyrir allt sem snýr að vinnu í Excel með stóra lista og gagnagrunna í Excel ásamt greiningu í Pivot töflum. Eins og á fyrra námskeiðinu verður sérstök áhersla lögð á aðgerðir sem flýta fyrir og hraða vinnslu í Excel. Verkelegar æfingar með lista og gagnagrunna í Excel.
- Töflugerð og útlitsmótun taflna. Farið í gegnum alla helstu kosti sem fylgja því að setja lista og gögn til vinnslu í „TABLE“.
- Röðun og síun gagna í töflu með filterum og framsetning með gagna með skilyrðum.
- Teknar verða fyrir allar aðgerðir og föll til útreikninga og úrvinnslu gagna í stórum gagnagrunnum.
- Pivot greiningar.
- Framsetning gagna í Pivot með „slicer“ og etv myndritum.
- Önnur atriði: Helstu verkfærin og aðgerðir undir File flipanum og stillingar forrits ef tími gefst til.
Þátttakendur fá Excel vinnubók með öllum þeim aðgerðum sem unnið er með á námskeiðinu. Einnig fylgja nokkur hefti á rafrænu formi með gagnlegum leiðbeiningum, Excel Tips&Trips, Custom number format ásamt líkönum til útreikninga á mismunandi lánaformum.
Fræðslunefndin