Aðalfundur Félags viðurkenndra bókara verður haldinn 9.nóvember 2007, kl. 17:00 í Kiwanishúsinu, Engjateigi 11, Reykjavík.
Sjá aðalfundarboð og auglýsingu endurmenntunarnefndar
Dagskrá:
1. Kosning fundarstjóra
2. Skýrsla stjórnar og nefnda, umræður
3. Lagður fram áritaður ársreikningur af skoðunarmanni félagsins til afgreiðslu, umræður
4. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins ef um þær er að ræða
5. Kosning formanns
6. Kosning meðstjórnenda
7. Kosning skoðunarmanns reikninga og annars til vara
8. Kosning nefnda
9. Tillaga stjórnar um árstillag félagsmanna og inntökugjald næsta reikningsár
10. Önnur mál
Léttar veitingar og óvænt uppákoma í boði eftir fundinn. Vinsamlega tilkynnið þáttöku ykkar til [email protected] svo hægt sé að áætla fjöldann.
ENDURMENNTUNARNÁMSKEIÐ
Aðalfundardaginn mun endurmenntunarnefndin bjóða félagsmönnum upp á námskeið sem hefst kl.13. Nánar auglýst síðar.
Stjórnin