Á föstudag mun Ásmundur G. Vilhjálmsson útgefandi bókarinnar Skattur á fyrirtæki vera með bók sína til sölu hjá okkur á tilboði kr. 8.200 (venjulegt verð 9.700.-) og í kaupbæti fylgir eintak af Skatti af fjármagnstekjur og eignir. Sjá heimasíðu Ásmundar www.skattvis.is
Bókin Skattur á fyrirtæki skiptist í þrjá þætti. Fjallar fyrsti þáttur um hugtakið atvinnurekstur, hvaða tekjur tilheyra honum og hvenær, það er, á hvaða ári atvinnurekanda telst hafa hlotnast þær. Í öðrum þætti ræðir svo um frádrátt frá þessum tekjum, og skiptir þar auðvitað mestu máli hinn almenni rekstrarkostnaður, þar á meðal afmörkun hans gagnvart útgjöldum, sem ekki má draga frá tekjum, eins og einkakostnaði og fjármunakostnaði. Bókinni lýkur svo á ítarlegri greinargerð um skattlagningu einstakra fyrirtækjaforma, svo sem hlutafélaga, sameignarfélaga og einstaklingsfyrirtækja, og skattfrjálsa umbreytingu þeirra úr einu rekstrarformi í annað.