Þann 1. nóvember verða greiddar út barnabætur, sem er lokagreiðsla fyrir tekjuárið 2012 samkvæmt skattframtali 2013. Fjárhæð barnabóta á í flestum tilfellum að koma fram á álagningarseðlinum.
Ekki er heimilt að skuldajafna barnabótum á móti öðrum sköttum. Heimilt er að skuldajafna barnabótum á móti ofgreiddum barnabótum. Td. aðili fær barnabætur í fyrirframgreiðslunni á grundvelli tekna í staðgreiðslunni, en í framtali eru síðan taldar fram tekjur sem ekki tilheyrðu staðgreiðslunni, s.s. hagnaður af rekstri, erlendar tekjur osfrv.
Annað dæmi gæti verið að hjúskapur í Þjóðskrá er ekki í samræmi við hjúskaparstöðu á framtali. T.d. sambúðaraðilar ekki skráðir í sambúð í Þjóðskrá en óska eftir samsköttun á framtali. Fyrirframgreiðslan byggði á skráningu í Þjóðskrá og miðaði aðeins við tekjur annars aðilans. Endanleg álagning samkvæmt framtali miðar við tekjur beggja á árinu 2012..