Barnabætur þann 01 02 15

Þann 1. maí verða greiddar út barnabætur í fyrirframgreiðslu vegna 2. ársfjórðungs 2015.  
Þær eru greiddar skv. A-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt, sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 555/2004 um greiðslu barnabóta.

Í fyrirframgreiðslunni eru greiddar út 50% af áætluðum barnabótum  ársins.
        25 % voru greiddar út 1. febrúar og  nú aftur 1. maí
        Bæturnar eru ákvarðaðar m.v. fjölskyldustöðu í lok árs árið á undan, þ.e. 31.desember 2014.
        Miðað er við tekjur í staðgreiðslu nóv –des 2013 og jan. – okt. 2014, ásamt upplýsingum  um tekjur utan staðgr. af
        síðasta framtali, þ.e. hagnaður af rekstri og fjármagnstekjur (vaxtatekjur, söluhagnaður og arður) 

Þeir sem fá ekki fyrirframgreiðslu sjálfkrafa sækja um á eyðublaði RSK 3.18 “Umsókn um leiðréttingu á fyrirframgreiddum barnabótum 2015”  fyrir 1. júní.   Hverjir fá ekki sjálfkrafa fyrirframgreiðslu?

–  Framtal ársins á undan liggur ekki fyrir
         Skila þarf skattframtali og sækja um fyrirframgreiðslu á  RSK 3.18.
         Ef framtali hefur verið skilað en ekki afgreitt þarf að skila RSK 3.18 

–  Aðfluttir/brottfluttir á tekjuárinu 
        Hafa ekki haft búsetu hér á landi allt árið 2014 (skv. Þjóðskrá) Þarf að skila RSK 3.18

  Námsmenn erlendis  lögh. erlendis
        Námsmenn erlendis sem  ætla að sækja um skattalega heimilisfesti þurfa að láta fylgja með viðeigandi gögn. Þarf að skila RSK 3.18
                1. Vottorð um nám erlendis      2. Staðfest gögn frá erlendum skattyfirvöldum um tekjur eða tekjuleysi.    3. Staðfest gögn um barnabætur erlendis.

–  Aðsetur erlendis  
        Þarf að skila RSK 3.18 – Fylgja með upplýsingar um tekjur eða tekjuleysi erlendis.  

–  Hjón ekki samvistum  7-merktir í Þjóðskrá
        Þurfa að sækja um á RSK 3.18 ásamt gögnum um tekjur maka erlendis.

  Hjúskaparstaða óþekkt   9-merktir í Þjóðskrá
        Þurfa að leggja fram hjúskaparvottorð frá því landi sem þeir koma frá.

 • Maí greiðslan byggist á sömu upplýsingum og febrúar greiðslan. Þær eiga að vera sama fjárhæð.
 • Stefnt er að því að vinna umsóknir RSK 3.18 innan tveggja vikna frá því að þær berast, ef öll gögn liggja fyrir.
 • Allar fjármagnstekjur koma inn í tekjustofn til skerðingar bótum,  á það einnig við um vaxtatekjur af bankainnstæðum.
 • Sérstök úttekt úr séreignasparnaði á ekki að koma inn í tekjustofn til skerðingar.
 • Allar barnabæturnar eru tekjutengdar, líka vegna barna undir 7 ára aldri.
 • Þeir sem standa í skilnaði á árinu 2014, sem ekki er búið að skrá í Þjóðskrá, fá barnabætur sem hjón í fyrirframgreiðslunni.
 •  Þessir aðilar geta sótt um barnabætur einstæðs foreldris á eyðublaði RSK 3.18.
 • Gögn frá sýslumanni þurfa að fylgja með því til staðfestingar. (Afrit út hjónaskilnaðarbók/sifjamálabók)

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
 • wordpress_test_cookie
 • wordpress_logged_in_
 • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
 • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur