Ágætu endurskoðendur og bókarar
Eins og boðað var á fundum með endurskoðendum og bókurum hefur verið tekið í notkun sérstakt símanúmer sem eingöngu er ætlað endurskoðendum og bókurum.
Símanúmerið er 442 1717 og hefur nú verið virkjað. Er það nefnt sérfræðiaðstoð RSK.
Í þetta símanúmer er unnt að hringja á milli kl. 09,30 og 12,00 dag hvern, amk. eitthvað fram á vor og fá samband við sérfræðinga í tekjuskatti og virðisaukaskatti. Þeir sem svara þessu símanúmeri er starfsfólk RSK sem allajafna er ekki í hefðbundinni framtalsaðstoð.
Það er eindregin ósk ríkisskattstjóra að ef tæknilegra aðstoðar sé þörf eða veflykils, sé EKKI hringt í þetta númer heldur almennt símanúmer embættisins.
Kveðja / Regards
Skúli Eggert Þórðarson