Netvísir – Iceland Travel Mart ehf. er ferðaskrifstofa, staðsett í hjarta Reykjavíkur, Aðalstræti 2. Okkur vantar bókara/bókhaldsþjónustu hingað í húsnæðið sem gæti tekið að sér að vinna fyrir okkur.
Um er að ræða færslu bókhalds og önnur bókhaldstengd mál en skrifstofuhúsnæðið gæti þá fylgt með í pakkanum. Öll aðstaða er á staðnum; skrifborð, hillur, aðgangur að sameiginlegu eldhúsi og annarri aðstöðu. Við höfum skrifborð fyrir 1, 2 eða 3 aðila en húsið sjálft er stórglæsilegt og vinnuaðstaðan skemmtileg. Minjavernd gerði hús upp fyrir 4 árum. Hér er lyfta og við erum á 3. hæð.
Best hentar okkur aðili sem starfar sjálfstætt og getur þannig tekið að sér önnur verkefni samhliða vinnu fyrir okkur. Vert er að nefna að í miðbænum eru fjölmörg smáfyritæki sem viðkomandi gæti tekið að sér að þjónusta. Sjá einnig mynd í viðhengi.
Sjón er sögu ríkari. Hafðu samband og ræðum málin.
Netvísir – Iceland Travel Mart ehf.
Aðalstræti 2, 101 Rvk
S: 581-1717, 893-9702
www.netvisir.is