Search
Close this search box.

Bréf ríkisskattstjóra. Arður eða laun ?

(Bréf rsk)

“Dagsetning Tilvísun
05.11.2010 10-008


Hluti arðs er telst til tekna sem laun

Ríkisskattstjóri hefur þann 30. ágúst 2010 móttekið fyrirspurn varðandi þann hluta arðs sem telja ber til tekna sem launatekjur samkvæmt lokamálslið 1. mgr. 11. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

Frambornar spurningar og svör ríkisskattstjóra við þeim eru eftirfarandi:

„Hvernig/hvar/hvað“ er skattalegt eigið fé sem prósenturnar reiknast út frá að þínu mati?“

Skattalegt eigið fé félags er eignir félagsins að frádregnum skuldum. Á framtali rekstraraðila er skattalegt eigið fé nú fært í reit [7990]1.

„Hver reiknar það, hvenær og hvernig?“

Það félag sem greiðir út arðinn reiknar út frá eigin fé, í árslok viðmiðunarárs, hvernig skiptingin á að vera ef um skiptingu er að ræða yfir höfuð. Sjá svar við fyrstu spurningunni varðandi það hvernig skattalegt eigið fé er fundið.

„Hvílir það ekki á atvinnurekenduum að skila inn greiðslum?“

Það hvílir á þeim aðila sem greiðir/úthlutar arði að halda eftir staðgreiðslu af honum og skila í ríkissjóð, eftir atvikum fjármagnstekjuskatti eða staðgreiðslu af launum.

„Við hvað á að miða ef skattframtal er í september en arðsúthlutun fer fram í janúar?“

Af ákvæði 99. gr. laga nr. 2/1995, um hlutafélög, leiðir að samþykktur ársreikningur verður að liggja fyrir áður en arðsúthlutun fer fram. Er því ljóst að þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru við útreikning á skattalegu eigin fé samkvæmt framansögðu eru til staðar þrátt fyrir að ekki hafi verið gengið frá skattframtali félagsins.

„Hvernig verða launamiðar/hlutafjármiðar?“

Það liggur ekki fyrir á þessari stundu. Upplýsingar um það verða kynntar bráðlega.

„Getur þú ímyndað þér hvernig þetta er fært í launakerfum?“

Ríkisskattstjóri getur ekki svarað því hvernig upplýsingar skulu færðar í launakerfið. Gera þarf ráð fyrir því að unnt sé að veita skattyfirvöldum upplýsingar um þann hluta arðsúthlutunar sem telst til launa.

Beðist er velvirðingar á þeim drætti sem hefur orðið á svari.

Ríkisskattstjóri”


Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur