Search
Close this search box.

Breyting á lögum um tekjuskatt

Nr. 107 5. nóvember 2015
LÖG
um breytingu á lögum um tekjuskatt, lögum um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki,
lögum um fjármálafyrirtæki og lögum um stöðugleikaskatt
(nauðasamningsgerð slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja).
 
HANDHAFAR VALDS FORSETA ÍSLANDS
samkvæmt 8. gr. stjórnarskrárinnar
forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar,
gjöra kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og vér staðfest þau með samþykki voru:
 
 
I. KAFLI
Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum.
1. gr.
Á eftir 4. málsl. 8. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Ákvæð-ið gildir auk þess ekki um vexti sem greiddir eru af skuldabréfum sem gefin eru út í tengslumvið efndir nauðasamnings og í eigin nafni af lögaðilum sem áður störfuðu sem viðskipta-bankar eða sparisjóðir en sæta slitameðferð skv. 101. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr.161/2002, eða hafa lokið slitameðferð með nauðasamningi sem staðfestur hefur verið af dóm-stólum.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða LVI í lögunum:a.Inngangsmálsliður orðast svo: Við álagningu opinberra gjalda á árunum 2016 og 2017vegna tekna áranna 2015 og 2016 skal.b.A-liður orðast svo: eftirgjöf skulda við gerð nauðasamninga aðila, sbr. 103. gr. a laganr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, teljast til skattskyldra tekna skuldara þar til jafnaðhefur verið rekstrartap ársins og yfirfæranlegt rekstrartap frá fyrri árum, en eftirgjöfumfram tap skal falla niður. Á það jafnt við hvort sem skuldari gefur út hlutafé tilgreiðslu upp í skuldir eða ekki. Afkoma ársins skal leidd fram með hefðbundnum hættií skattskilum áður en til tekjufærslu eftirgjafar skulda kemur. Eftir atvikum skal jafnarekstrarhagnað með yfirfæranlegu rekstrartapi fyrri ára áður en slíkt tap er jafnað meðtekjufærslu eftirgjafar skulda. Inni skuldari af hendi greiðslu upp í skuld með útgáfu nýshlutafjár til kröfuhafa telst við þær aðstæður til eftirgjafar í hendi skuldarans mismunurnafnverðs þess hluta skuldar sem gengur til greiðslu hlutafjárins og raunvirði þess út-gefna hlutafjár sem á móti kemur, miðað við stöðu bókfærðs eigin fjár skuldara að virtrieftirgjöf skulda og útgáfu hins nýja hlutafjár. Kröfuhafa er heimilt, sbr. 3. tölul. 31. gr.,að færa eftirgjöf skulda að fullu eða að hluta til frádráttar tekjum af rekstri á því ári semskuldir eru eftirgefnar. Að því leyti sem kröfuhafi færir eftirgjöf ekki til frádráttar tekj-um af rekstri, eða getur ekki notið slíks frádráttar, telst fjárhæð eftirgefinna skulda tilstofnverðs hinna nýju hluta í hans hendi.
 
Nr. 107 5. nóvember 2015
2II. KAFLI
Breyting á lögum um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki,nr. 155/2010, með síðari breytingum.
3. gr.
Við 2. mgr. 2. gr. laganna bætist nýr stafliður, svohljóðandi: lögaðilar sem áður störfuðusem viðskiptabankar eða sparisjóðir, sbr. 4. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, enhafa fengið frumvarp að nauðasamningi samþykkt á fundi sem boðaður hefur verið ágrundvelli 2. málsl. 3. mgr. 103. gr. a laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og lagt framskriflega kröfu um staðfestingu nauðasamnings fyrir héraðsdómara skv. IX. kafla laga nr.21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl.
III. KAFLI
Breyting á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 103. gr. a laganna:
a.Á eftir orðunum „nýir hlutir“ í 6. málsl. 3. mgr. kemur: eða stofnfé.
b.Á eftir 7. málsl. 3. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir að breyttubreytanda um fjármálafyrirtæki í slitameðferð sem starfaði áður sem sparisjóður írekstrarformi sjálfseignarstofnunar.
c.8. málsl. 3. mgr. orðast svo: Séu heimildir 6.–8. málsl. nýttar til þess að gefa út nýja hlutieða stofnfé í fjármálafyrirtækinu í slitameðferð sem greiða á með skuldajöfnun tiltekinshluta kröfu, er samþykkt hefur verið við slitameðferðina og sem þáttur í efndum nauða-samnings, gildir 4. mgr. 101. gr. um störf slitastjórnar þangað til hluthafafundur eðafundur stofnfjáreigenda hefur farið fram í félaginu og kosið nýja stjórn í félaginu.
d.Á eftir 9. málsl. 3. mgr. koma þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Slitastjórn er heimilt aðgera tillögu að því á kröfuhafafundi að einungis þeir kröfuhafar sem skráðir eru í kröfu-skrá á þeim degi sem frumvarp að nauðasamningi er lagt fram, eða við seinna tímamarkog fram að því að atkvæðagreiðsla um frumvarp að nauðasamningi fer fram, hafi heimildtil þess að greiða atkvæði um frumvarp að nauðasamningi. Verði aðilaskipti að kröfu íbúið eftir það tímamark sem miðað er við hefur nýr kröfuhafi þó heimild til þess aðgreiða atkvæði um frumvarp að nauðasamningi ef hann tilkynnir slitastjórn um kröfu-hafaskiptin og afhendir gögn sem sanna framsal kröfunnar. Hið sama gildir að breyttubreytanda um rétt til móttöku greiðslu samkvæmt ákvæðum frumvarps að nauðasamn-ingi eftir að frumvarpið hefur verið staðfest.
e.Í stað 11. málsl. 3. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Slitameðferð telst lokiðí samræmi við ákvæði þessarar málsgreinar þegar nauðasamningur hefur veriðstaðfestur, nema 1. mgr. eigi við. Um efndir á skuldbindingum við kröfuhafa fer eftirefni nauðasamnings.
f.12. málsl. 3. mgr. orðast svo: Frumvarp að nauðasamningi fjármálafyrirtækis telst sam-þykkt ef því er greitt sama hlutfall atkvæða eftir fjárhæðum krafna atkvæðismanna, semtaka þátt í atkvæðagreiðslu, og eftirgjöf af samningskröfum á að nema samkvæmt frum-varpinu, þó að lágmarki 60 og að hámarki 85 hundraðshlutar þeirra atkvæða.
g.15. málsl. 3. mgr. færist og kemur á undan 13. málsl.
h.Við 6. mgr. bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Sé vegna eðlis nauðasamnings-greiðslu ekki unnt að leggja hana inn á fjárvörslureikning og/eða vörslureikning er slita-stjórn heimilt að grípa til annarra ráðstafana sem tryggja að nauðasamningsgreiðslaberist kröfuhöfum þegar ágreiningur hefur verið til lykta leiddur eða þegar kröfuhafi
getur tekið við nauðasamningsgreiðslu. Gera skal grein fyrir slíkum ráðstöfunum í frum-varpi til nauðasamnings og þegar ráðstafanir hafa verið framkvæmdar telst nauðasamn-ingsgreiðsla hafa verið innt af hendi til viðkomandi kröfuhafa.
IV. KAFLI
Breyting á lögum um stöðugleikaskatt, nr. 60/2015.
5. gr.
Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. skulu þeir aðilar sem áður störfuðu sem viðskiptabankar eðasparisjóðir, sbr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, en sæta slitameðferð, sbr. 101.gr. sömu laga, ekki teljast til skattskyldra aðila samkvæmt lögum þessum hafi þeir lokiðslitameðferð með staðfestum nauðasamningi fyrir 15. mars 2016.Sama tímamark skal gilda við afmörkun á skattskyldu þeirra aðila sem falla undir 2. málsl.2. gr. laga þessara.Lengri frestur til að ljúka slitameðferð skv. 1. mgr. er bundinn því skilyrði að þeir aðilarsem undir ákvæðið falla hafi fengið frumvarp að nauðasamningi samþykkt á fundi semboðaður hefur verið á grundvelli 2. málsl. 3. mgr. 103. gr. a laga nr. 161/2002, umfjármálafyrirtæki, og lagt fram skriflega kröfu um staðfestingu nauðasamnings fyrirhéraðsdómara skv. IX. kafla laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., fyrir 31. desember2015.Við afmörkun á skattstofni samkvæmt ákvæði þessu skal miða við heildareignir skatt-skylds aðila 31. desember 2015. Um frádráttarliði frá stöðugleikaskatti fer eftir 5.gr.
6. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda sem hér segir:
a.1. gr. kemur til framkvæmda í staðgreiðslu eftir birtingu laga þessara og við álagninguopinberra gjalda á árinu 2016.
b.3. gr. kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2016.
c.4. gr. tekur til fjármálafyrirtækja í slitameðferð sem ekki hafa haldið atkvæðisfund umfrumvarp að nauðasamningi skv. 2. málsl. 3. mgr. 103. gr. a laga nr. 161/2002, um fjár-málafyrirtæki.
Samþykkt á Alþingi 4. nóvember 2015.
Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur