Lög um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta, tolla og gjöld fjalla m.a. um leigutekjur.
Þau voru samþykkt á Alþingi 1. júní 2017 (enn óbirt).
4. gr. laganna sem bætir nýrri grein við tskl. er á þessa leið: “Á eftir 58. gr. laganna kemur ný grein, 58. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Útleiga manna á íbúðarhúsnæði, frístundahúsnæði og öðru húsnæði.
Tekjur manna af útleigu íbúðarhúsnæðis, frístundahúsnæðis eða annars húsnæðis, m.a. þar sem gisting er boðin gegn endurgjaldi, skulu teljast stafa af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi nema:
a. Tekjurnar stafi af útleigu íbúðarhúsnæðis sem fellur undir húsaleigulög, enda séu hinar útleigðu sérgreindu fasteignir ekki fleiri en tvær. Frá tekjum manns af útleigu íbúðarhúsnæðis, sem fellur undir húsaleigulög, er heimilt að draga leigugjald sem hann greiðir af íbúðarhúsnæði til eigin nota. Frádráttur þessi leyfist eingöngu á móti leigutekjum af íbúðarhúsnæði sem ætlað er til eigin nota en er í útleigu.
b. Útleigan teljist heimagisting samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, hún hafi verið tilkynnt sýslumanni og fengið skráningarnúmer. Þá skal heildarfjárhæð leigutekna viðkomandi af heimagistingu á tekjuárinu aldrei nema hærri fjárhæð en 2.000.000 kr. Sé húsnæðið í útleigu tveggja eða fleiri manna skal við afmörkun heildarfjárhæðarinnar telja tekjur þeirra allra hjá hverjum og einum.
Tekjur af starfsemi sem fellur undir b-lið 1. mgr. skulu skattlagðar samkvæmt ákvæði 1. málsl. 3. mgr. 66. gr. án frádráttar. Nemi heildarfjárhæð leigutekna skv. b-lið 1. mgr. hærri fjárhæð en 2.000.000 kr. eða ef sýslumaður fellir niður skráningu heimagistingar falla allar leigutekjurnar á tekjuárinu undir atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi. “
Um gildistöku þessa ákvæða er fjallað í 26.grein laganna þannig:
4. “Ákvæði 4. gr. öðlast gildi 1. janúar 2017 og kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda 2018 nema a-liður 1. mgr. greinarinnar sem öðlast gildi 1. janúar 2018 og kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda 2019. “
Húsaleigulög eru hér:
http://www.althingi.is/lagas/146a/1994036.html
Umrædd 3.mgr ásamt 4.mgr 66.gr tskl með síðari breytingum eru þannig með fyrirsögnum:
:
Tekjuskattsútreikningur, afslættir og barnabætur.
Skattstigi manna.
[Tekjuskattur af fjármagnstekjum einstaklinga utan rekstrar skal vera [20%] 7) af þeim tekjum. Til fjármagnstekna teljast í þessu sambandi tekjur skv. 1.–8. tölul. C-liðar 7. gr., þ.e. vextir, arður, leigutekjur, söluhagnaður og aðrar eignatekjur. [Þó skal ekki reikna tekjuskatt skv. 1. málsl. af heildarvaxtatekjum að fjárhæð [125.000 kr.] 6) á ári hjá manni og [50%] 1) af tekjum manns af útleigu íbúðarhúsnæðis [til búsetu leigjanda]. 1)] 4)] 8)
Sú fjárhæð, sem reiknast skv. 3. mgr., skal vera endanleg álagning á fjármagnstekjur. Skulu engin önnur opinber gjöld, sem reiknuð eru á tekjuskattsstofn, leggjast á þessar tekjur. Sömuleiðis skulu tekjurnar ekki taldar til tekjuskattsstofns til viðmiðunar við útreikning bóta eða annarra greiðslna samkvæmt lögum um almannatryggingar, lögum um [húsnæðisbætur] 9) eða öðrum lögum nema sérstaklega sé kveðið á um það í þeim lögum. Um afdrátt skatts af vaxtatekjum og arði samkvæmt þessari málsgrein skulu á tekjuárinu gilda lög um staðgreiðslu skatts af slíkum tekjum samkvæmt því sem nánar er kveðið á um í þeim lögum.