REGLUR
um breyting á reglum nr. 1088/2009, um skattmat vegna tekna manna tekjuárið 2010.
1. gr.
Eftirfarandi breyting verður á fjárhæðum vegna dagpeninga innanlands í kafla 3.2 Frádráttur á móti dagpeningum:
Fyrir gistingu og fæði í einn sólarhring
|
19.100
|
Fyrir gistingu í einn sólarhring
|
10.350
|
Fyrir fæði hvern heilan dag, minnst 10 tíma ferðalag
|
8.750
|
Fyrir fæði í hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag
|
4.375
|
2. gr.
Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 121. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, öðluðust gildi og komu til framkvæmda frá og með 1. október 2010.
Reykjavík, 13. október 2010
Fh. ríkisskattstjóra
Elín Alma Arthúrsdóttir Ragnheiður Björnsdóttir