Search
Close this search box.

Breytingar á skipulagi fjármála og efnhagsráðuneytis

“Breytingar á skipulagi fjármála- og efnahagsráðuneytis

31.5.2013

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ákveðið breytt skipulag fjármála- og efnahagsráðuneytis. Breytingarnar eru í samræmi við forsetaúrskurð frá 23. maí sl. um skiptingu stjórnarmálefna í Stjórnarráði Íslands.

Helstu breytingarnar snúa að tilflutningi  til fjármála- og efnahagsráðuneytis. Ákveðið hefur verið að þau falli undir skrifstofu efnahagsmála og fjármálamarkaðar.

Skrifstofan hefur umsjón með undirbúningi og eftirfylgni með efnahagmálefna fjármálamarkaðarinssstefnu ríkisstjórnarinnar, samhæfingu opinberrar hagstjórnar og kynningu á efnahags- og hagstjórnarmálum innanlands og utan.

Í því skyni annast skrifstofan mat á þróun og horfum í efnahagsmálum og samskipti við Hagstofu Íslands um gerð þjóðhagsspár. Skrifstofan annast gerð hagfræðilegra athugana, vöktun hagstærða, samskipti við erlend matsfyrirtæki og ýmsar alþjóðlegar stofnanir á sviði efnahagsmála.

Skrifstofan annast málefni fjármálamarkaðar, lagaumgjörð og eftirlit á því sviði. Þar undir fellur umgjörð og eftirlit með fjármálafyrirtækjum, málefni verðbréfamarkaða, innstæðutryggingar og Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta, vátryggingar og vátryggingarstarfsemi, viðlagatryggingar, greiðslukerfi og greiðsluþjónusta.

Undir verksvið skrifstofunnar falla jafnframt peningamál, gjaldeyrismál og mál er lúta að fjármálastöðugleika, að svo miku leyti sem þau málefni falla undir ráðuneytið. Að auki fer skrifstofan með málefni Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið að því marki sem þau heyra undir ráðuneytið.

Kjara- og mannauðssýsla ríkisins

Aðrar breytingar í ákvörðun ráðherra varða nafngift á sérstakri einingu um kjara- og mannauðsmál sem sett var á legg við síðustu breytingar á skipulagi ráðuneytisins. Sú eining heitir Kjara- og mannauðssýsla ríkisins. Einingin sinnir m.a. ráðgjöf og stuðningi við ráðuneyti og ríkisstofnanir, leiðbeiningum um ákvæði starfsmannalaga og framkvæmd kjarasamninga, fræðslumálum, málefnum forstöðumanna, starfsþróun og samstarfi við samtök launþega og samtök sveitarfélaga um launa- og kjaramál.

Skipulag

Fjármála- og efnahagsráðuneyti starfar samkvæmt:

Samkvæmt 17. gr. laga nr. 115/2011 kveður ráðherra á um skiptingu ráðuneytisins í skrifstofur eftir verkefnum. Skipulag ráðuneytisins er í meginatriðum þannig: 
1.        Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra. Staðgengill hans skal koma úr röðum skrifstofustjóra samkvæmt ákvörðun ráðuneytisstjóra. 
2.        Með ráðherra starfa einn til tveir aðstoðarmenn. 
3.        Skrifstofu eða sviði, sem er ígildi skrifstofu í skilningi Stjórnarráðslaga, stýrir skrifstofustjóri. 
4.        Sérfræðingar starfa innan einstakra skrifstofa eða sviða. Sama gildir um annað starfsfólk. Ráðuneytisstjóri setur skrifstofustjórum erindisbréf en sérfræðingar starfa samkvæmt starfslýsingum.

Ráðuneytið starfar sem ein heild og skiptist í fimm skrifstofur og tvö svið.

Skrifstofurnar eru:

Sviðin eru:

Ráðuneytisstjóri annast samræmingu á starfsemi skrifstofa og sviða og felur einum starfsmanna hverrar skrifstofu og sviðs staðgöngu fyrir skrifstofustjóra í fjarveru þeirra. Að auki geta verið starfræktir til lengri og skemmri tíma sérstakir verkefnahópar til að vinna að málefnum og verkefnum sem varða verksvið fleiri en einnar skipulagseiningar ráðuneytisins skv. nánari ákvörðun hverju sinni. 

Skipurit fjármála- og efnahagsráðuneytis pr 01 06 2013

Skipurit

Skipuritið samanstendur af átta einingum. Ráðherra er efstur í skipuriti með aðstoðarmönnum sínum.

Þar næst koma fimm skrifstofur og tvö svið sem eru

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur