Search
Close this search box.

Breytingar á staðgreiðslu um áramótin.

Nýlega samþykkti Alþingi umfangsmiklar breytingar á tekjuskatti einstaklinga. Eru þær breytingar afrakstur vinnu um heildarendarskoðun tekjuskattskerfisins til lækkunar á skattbyrði. Ábati breytinganna skilar sér til allra tekjutíunda en sérstaklega til lág- og millitekjuhópa. Nú um áramótin tekur gildi fyrri áfangi breytinganna þegar tekið verður upp nýtt þriggja þrepa kerfi á sama tíma og grunnþrep tekjuskattskerfisins lækkar. Síðari áfanginn tekur gildi 1. janúar, 2021 og mun fela í sér enn frekari lækkun á grunnþrepi tekjuskatts.
Þau fjárhæðamörk sem birtast í sjálfum lagabreytingunum, sem samþykktar voru á Alþingi fyrr í vetur, miða við árið 2019. Í samræmi við lög nr. 90/2003, um tekjuskatt, skal breyta fjárhæðunum um áramótin í takt við þróun vísitölu neysluverðs næstliðna 12 mánuði. Hækkun vísitölu neysluverðs liggur nú fyrir og nemur hún 2,0% á 12 mánaða tímabili.
Á grundvelli þess eru skatthlutföll og fjárhæðamörk árið 2020 eftirfarandi.

2020
Prósenta í 1. þrepi: 35,04% (þar af 14,44% útsvar)
Prósenta í 2. þrepi: 37,19% (þar af 14,44% útsvar)
Prósenta í 3. þrepi: 46,24% (þar af 14,44% útsvar)
  Á ári Á mánuði
Persónuafsláttur: 655.538 kr. 54.628 kr.
Þrepamörk milli 1. og 2. þreps: 4.042.995 kr. 336.916 kr.
Þrepamörk milli 2. og 3. þreps: 11.350.472 kr. 945.873 kr.

Samkvæmt fyrirliggjandi ákvörðunum sveitarfélaga eru engar breytingar á útsvarshlutfalli og þá er meðalútsvarshlutfall jafnframt óbreytt milli ára, þ.e. 14,44%. Við staðgreiðslu ber launagreiðendum að miða við meðalútsvarshlutfallið. Þannig er skatthlutfall í nýju grunnþrepi 35,04%, þar af 20,60% til ríkis. Skatthlutfall í nýju miðþrepi er 37,19%, þar af 22,75% til ríkis og skatthlutfall í 3. þrepi er áfram 46,24%, þar af 31,80% til ríkis.
Skattleysismörk tekjuskatts og útsvars verða samkvæmt því 162.398 kr. á mánuði að teknu tilliti til 4% lögbundinnar iðgjaldsgreiðslu launþega í lífeyrissjóð samanborið við 159.174 kr. á mánuði árið 2019. Hækkun skattleysismarka er því 2,0% í samræmi við hækkun vísitölu neysluverðs.

Tryggingagjald
Tryggingagjald lækkar um 0,25 prósentustig um áramótin. Skipting þess er sem hér segir:

2020
Almennt tryggingagjald 4,90%
Atvinnutryggingagjald 1,35%
Gjald í Ábyrgðarsjóð launa vegna gjaldþrota 0,05%
Markaðsgjald 0,05%
Samtals til staðgreiðslu 6,35%
Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur