Ágætu félagsmenn: Við viljum minna félagsmenn á að taka frá föstudaginn 11. febrúar 2011 ! Ráðstefnu- og námskeiðsdagur FVB 2011 verður haldin á Hótel Sögu, föstudaginn 11. febrúar frá kl. 9 – 17 . Dagskráin og skráning auglýst síðar. Fræðslunefnd.
Category: Félagsfréttir
Umsögn um námskeiðið 19 janúar og úrlausn á verkefninu.
Námskeið um gerð ársreikninga 19. jan. í VR salnum. Sjá úrlausn hér. Fyrirlesari var Lúðvík Þráinsson, endurskoðandi hjá Deloitte og okkar gamalkunni kennari frá náminu í HR. Lúðvík var að venju ákafur að miðla sinni yfirgripsmiklu þekkingu á sinn skemmtilega og fræðandi hátt.Mjög góð mæting var á námskeiðið eða 63 manns. Farið var yfir óleiðréttan […]
Uppselt er á námskeiðið 19 janúar, skráningu lokið.
Uppselt er á fyrsta námskeið ársins, um gerð ársreikninga sem haldið verður 19 janúar n.k.
Verkefnalausnir, MindManager og fleiri námskeið í boði.
Sjá nánar hér
Fyrsta námskeið ársins 19. janúar 2011
Fyrsta námskeið ársins ! Fyrsta námskeið FVB árið 2011 verður í VR salnum, miðvikudaginn 19. Jan. 2011 frá kl. 17.00 – 19.30 Lúðvík Þráinsson, endurskoðandi hjá Deloitte verður með námskeið um gerð ársreikninga. Gögn verða eingöngu birt inná innraneti FVB en ekki afhent prentuð á námskeiðinu. Hægt að nálgast gögnin hérfylgiskjal 1, og fylgiskjal 2. […]
Jólakveðja 2011
Atvinna í boði
CAOZ hf. óskar eftir að ráða vanan starfskraft í bókhald og afstemningar í ca. 20-30% starf (1 dagur í viku). Viðkomandi þarf að vera skipulagður, nákvæmur, hafa góðan skilning á bókhaldi og lestri ársreikninga og geta unnið sjálfstætt. Bókhaldskerfi er TOK. Umsjón með bókhaldi: Bókanir, afstemningar og frágangur bókhalds fyrir endurskoðun Afstemning á virðisaukaskatti og […]
Regla.is nútíma bókhaldskerfi á netinu, ný útgáfa
Ágætu endurskoðendur og bókarar. Okkur hjá Reglu langar að kynna ykkur nýja útgáfu af bókhaldskerfinu okkar, www.regla.is . Ýmsar nýjungar eru í þessari útgáfu: sækja má færslur í alla stóru bankana, nýtt launakerfi o.fl. Með kerfinu kemur staðlaður sveigjanlegur bókhaldslykill ásamt aðgengi að þekkingargrunni sem leggur til hvernig bóka eigi færslur sem sóttar eru rafrænt […]
Fyrirhugaðar skattalagabreytingar fyrirlestur hjá KPMG
Fyrirhugaðar breytingar þ.e. efni frumvarpa sem lögð hafa verið fram á Alþingi en ekki eru orðin að lögum. Tillögurnar sem fram koma í frumvörpunum gætu sætt breytingum í meðförum þingsins. Sjá glærur hér.
Ný stjórn FVB
Ný stjórn FVB var kosin á aðalfundi félagsins 12 nóvember s.l. sjá hér