Ráðstefna Félags bókhaldsstofa verður haldin á Hótel Heklu á Brjánsstöðum á Skeiðum dagana 17. og 18. október. Dagskrá má finna á heimasíðu félagsins www.fbo.is.
Category: Fréttir
Námskeið á næstunni !
Skóli Heimasíða Lýsing Hefst Tölvu-og Verkfr.þjónustan www.tv.is Excel IIb – fyrir bókara 29.09.08 Tölvu-og Verkfr.þjónustan www.tv.is Excel fjölvar/forritun 30.09.08 Tölvu-og Verkfr.þjónustan www.tv.is Stafræn ljósmyndun 22.09.08 Tölvu-og Verkfr.þjónustan www.tv.is Dreamweaver – vefsíðugerð 25.09.08 Endurmenntun HÍ www.endurmenntun.is VSK – frjáls/sérst.skráning 23.09.08 Endurmenntun HÍ www.endurmenntun.is Sjálfstyrking og samskipti 23.09.08 Endurmenntun HÍ www.endurmenntun.is Gerð […]
RSK – endurskoðendalögin nýju !
Frétt ráðuneytis þar um — sjá
Aðalfundurinn 7. nóvember – Takið frádaginn !
Aðalfundurinn 7. nóvember – Takið frádaginn ! Einnig hefur borist tilkynning frá nefnd endurmennta að ráðstefna verði þann dag einnig !
Haustferð í Heiðmörk AFLÝST !
Kæru félagsmenn Þar sem innan við 10% félagsmanna skráðu sig í haustferð í Heiðmörk þetta haustið, hefur stjórnin ákveðið að aflýsa ferðinni. Þess í stað ætla félagsmenn að hittast á sama tíma á Kringlukránni, fá okkur smá að drekka og snæða (kannski frábærar pizzur og hvítt …). En auðvitað verður það á okkar eigin kostnað […]
RSK – Erlend félög með rekstrarformið Z1
Með lögum nr. 76/2007 var gerð breyting á 9. tl. 31. gr. tekjuskattslaga varðandi arð sem erlend félög hafa af hlutabréfaeign sinni í íslenskum félögum. Erlend félög, frá aðildarríkjum EES, sem skattskyld eru skv. 7. tölul. 3. gr. tekjuskattslaga, mega færa frádrátt á móti fengnum arði. Vegna þessa er nú hægt að skila framtölum RSK […]
RSK – Um frestun tekjufærslu gengishagnaðar
Heimild til frestunar á tekjufærslu 2/3 gengishagnaðar var sett með ákvæði til bráðabirgða í 9. gr. laga nr. 61/2008 og nær til tekjuáranna 2007, 2008 og 2009. Lög þessi voru staðfest 7. júní, viku eftir að almennur framtalsfrestur lögaðila rann út, vegna tekjuársins 2007. Það liggur því í hlutarins eðli að á skattframtali lögaðila 2008 […]
RSK – innihald árshlutareikninga
Meðfylgjandi er ný reglugerð um innihald árshlutareikninga. Hún var birt 29.08. sl og tók þegar gildi. Reglugerðin er sett til innleiðingar á Evróputilskipun þ.e.a.s. tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2007/14/EB frá 8. mars 2007 um samhæfingu krafna um gagnsæi í tengslum við upplýsingar um útgefendur verðbréfa sem eru skráð á skipulegan markað B_nr.825.
Haustferð FVB 12.september
Kæru félagsmenn! Nú er komið að því – haustferðin frá því í fyrra endurtekin !!!! – og mun félagið standa fyrir hópeflingu viðurkenndra bókara með ferðalagi föstudaginn 12. september n.k. Við í stjórninni erum búnar að halda fyrsta fund eftir gott sumarfrí og tilbúnar í vetrarstarfið og spenntar að fá að hitta félaganna og heyra […]
RU – 68 nýnemar !
RU-Símennt – 68 nýnemar voru að hefja réttindanámið s.l. föstudag 22. ágúst , og óskum við þeim góðs gengis á næstu vikum og mánuðum, en munu þeir þá væntalega fylla hóp okkar viðurkenndra bókara við útskrift í janúarmánuði 2009. Fulltrúar féalgsins mættu við skólasetningu og kynntu félagið af þessu tilefni.