Góðan dag.
Vil vekja athygli ykkar á því að búið er að opna fyrir umsóknir um lokunarstyrki til handa þeim rekstraraðilum sem gert var að stöðva starfsemi sína frá 15. til 28. janúar 2022. Kallað lokunarstyrkur 7. Aðferðin er alveg sú sama og áður, sótt um í gegnum þjónustusíðu hjá Skattinum – og umsóknin sambærileg við fyrri umsóknir.
Síðan er í smíðum umsókn vegna veitingahúsastyrkja. Sá styrkur tekur til rekstrartímabilsins nóvember 2021 til og með mars 2022. Styttist í að þessi umsókn verði tilbúin – gerðum ráð fyrir því fyrri hluta mars.
Nýlega var líka samþykkt að framlengja viðspyrnustyrki. Annars vegar var samþykkt að opna aftur fyrir umsóknir fyrir rekstrartímabilið ágúst til og með nóvember 2021 og hins vegar að framlengja heildartímabilið frá 1. desember 2021 til og með mars 2022. Einhverjar breytingar eru líka á skilyrðum vegna nýja tímabilsins. Gert er ráð fyrir að þessar umsóknir verði tilbúnar í lok mars eða byrjun apríl.
Læt vita þegar opnað verður fyrir veitingastyrksumsóknir og framhald viðspyrnustyrkja.
Kveðja / Regards