Í meðfylgjandi dómsmáli var deilt um viðhorf tvisköttunarsamninga til skattlagningar hér á landi.
Gjaldandi krafðist þess að álagning opinberra gjalda skattstjórans í Reykjavík á hann gjaldárin 1999 til og með 2008 yrði ómerkt. Hann hafði verið heimilisfastur hér á landi frá árinu 1995, en aflað tekna bæði hérlendis og erlendis, í Svíþjóð og í Færeyjum. Varðaði málið túlkun ákvæða tvísköttunarsamnings milli Norðurlandanna og hvort skattaleg meðferð tekna stefnanda frá Svíþjóð og Færeyjum hafi verið í fullu samræmi við íslenska löggjöf og ákvæði fyrrnefnds tvísköttunarsamnings.
Málinu var vísað frá dómi vegna vanreifunar