Search
Close this search box.

Dómur. Hérd. Skuldamál.VSK. Krafan um frumrit kvittaðs reiknings.Minnisatriði RSK.

Í meðfylgjandi máli stefndi tryggingarfélag tjónþola vegna vangreiðslu. 

Tjón varð  á gólfi  með þeim hætti að parket varð fyrir skemmdum af völdum leka. Tryggingafélagið  bætti  allt tjónið, þ.m.t. virðisaukaskatt á íhluti og vinnu.  Þar sem að tjónþolinn er skráður aðili bar honum  að telja þennan skatt til innskatts hjá sér og endurgreiða hann tryggingafélaginu.. 

Byggt var af hálfu félagsins á  skjali sem tjáðist vera minnisatriði ríkisskattstjóra um virðisaukaskatt og vátryggingar og hafði  verið lagt  fram á félagsfundi Sambands íslenskra tryggingafélaga 22. janúar 1990. 

Í minnisatriðunum segir svo:    „Láti tryggingarfélag gera við tjónamun greiðir það virðisaukaskatt af viðgerðinni og fær hann ekki frádreginn,  sbr. lið I.  Sé tryggingartaki (tjónþoli) skráður aðili getur hann hins vegar talið þennan skatt til innskatts hjá sér að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum: – Vátryggingarfélagið afhendi tjónþola frumrit kvittaðs reiknings fyrir viðgerðinni. – Á reikningi viðgerðaraðila komi fram að viðgerðin sé vegna eignar tryggingartaka, þ.e. fram skal koma lýsing þeirrar eignar sem viðgerð varðar og hver sé eigandi.“ 

Í málinu taldist  ósannað að meginskilyrði téðra  minnisatriða ríkisskattstjóra hafi verið uppfyllt og einnig sýnt að tryggingarfélagið hefði  sýnt verulegt tómlæti við að gæta ætlaðs réttar síns . 

Tjónþolinn var sýknaður.

Sjá dóm.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur