Samkvæmt ákvörðun ferðakostnaðarnefndar breyttust dagpeningar innanlands 1. október. 
	Nýju tölurnar eru komnar inn á rsk.is. 
	Úr frétt af vef fjmrn
	“Dagpeningar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands – auglýsing nr. 3/2013
	Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins sem hér segir: 
	1.        Gisting og fæði í einn sólarhring, kr. 22.355 
	2.        Gisting í einn sólarhring, kr. 11.555 
	3.        Fæði hvern heilan dag, minnst 10 tíma ferðalag, kr. 10.800 
	4.        Fæði í hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag, kr. 5.400
:::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::
Vakin er athygli á því að auglýsing ferðakostnaðarnefndar um dagpeninga er á vefsíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins og er veffangið eftirfarandi:www.fjarmalaraduneyti.is/ferdakostnadur.
Reykjavík, 27. september 2013″
 
				 
													