Um námskeiðið:
DK býður nú upp á að sækja bankahreyfingar í gegn um dagbók í stað bankahreyfinga. Þegar lesið er inn í dagbók er hægt að setja bókunarskilgreiningar á færslur sem kerfið man næst þegar lesið er inn. Innlesturinn þekkir bæði greiddar innheimtukröfur (bókað í gegn um skuldunauta) og færslur sem búið er að bóka hafi þær verið sóttar í gegn um dagbókina og er ekki viðkvæmur fyrir dagsetningum. Allar færslur sem bókaðar eru jafnast sjálfkrafa. Það felst því verulegur vinnusparnaður í að sækja og bóka bankahreyfingar með þessum hætti.
Námskeiðið er haldið þriðjudaginn 23. apríl Ath. aðeins á Teams (ekki upptaka)
Linkur til að taka þátt í námskeiðinu verður sendur út á þátttakendur daginn áður.
Verð fyrir félagsmenn kr. 3.900. – Fyrir fólk utan félags kr. 6.900
ATHUGIÐ: Skráið ykkur sem fyrst – ekki missa af þessu tækifæri – Takmarkanir á fjölda.
ATH. Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku á námskeiðinu.
Námskeiðið gefur 1,5 endurmenntunarpunkta
Skráning er á vef FVB til og með mánudagsins 22. apríl nk.
Fræðslunefndin
SKRÁNING Á NÁMSKEIÐIÐ |