Search
Close this search box.

Dómur. Hærd. Paros ehf . Yfirfærsla rekstrar frá einstakl. til ehf..

Meðfylgjandi dómur varðar ákvæði skattalaga um yfirfærslu rekstrar frá einstaklingi til félags. Um var að ræða túlkun á   ákvæði þágildandi 57.gr c í lögum 75/1981, sbr. nú 56.gr laga nr 90/2003.

Gjaldandi, Elísabet Þórarinsdóttir, hafði með höndum í eigin nafni  útleigu fasteigna. Í  júní 2000 seldi  hún síðustu fasteignina. Féllst skattstjóri á að fresta um tvenn áramót skattlagningu söluhagnaðar af eigninni. Tvö næstu ár var gjaldandi ekki með rekstur. Þann 30. apríl 2002 stofnuðu gjaldandi og  eiginmaður hennar einkahlutafélagið Paros  ehf.

Með stoð í 57. gr. c. þágildandi laga nr. 75/1981 (nú 56.gr tskl.)  voru eignir og skuldir, sem fram komu efnahagsreikningi gjaldanda  í árslok 2001, færðar í stofnefnahagsreikning Parosar ehf. Samkvæmt rekstrarreikningi félagsins  fyrir 2002 og 2003 hafði félagið engar tekjur og gjöld þess voru óveruleg, en í skattframtali þess 2003 var færður til tekna söluhagnaður sem myndast hafði hjá gjaldanda  við sölu fasteignarinnar á árinu 2000, ásamt u álagi.

Með úrskurði skattstjóra var álagning á gjaldanda og félagið fyrir gjaldárið 2003 tekin upp og gjöld þeirra ákveðin á ný. Var  söluhagnaðurinn talinn hjá gjaldanda, en felldur niður hjá félaginu.

Yfirskattanefnd staðfesti þessa niðurstöðu.

Var tekist á um þetta í dómsmálinu. Staðfesti dómurinn niðurstöðu skattyfirvalda.l

Taldi Hæstiréttur sýnt að  frá miðju ári 2000 til loka árs 2001 hefði gjaldandi engan rekstur haft með höndum og það sama ætti við um Paros ehf á árunum í framhaldi af því.

Þegar af þeirri ástæðu væri ekki fullnægt frumskilyrði laganna  til þess að skattleggja söluhagnað af sölu fasteignarinnar sem tekjur félagsins. Bæri með réttu að fara með hann sem tekjur gjaldanda.
 Sjá dóm hér.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur