Meðfylgjandi dómur varðar skyldu til greiðslu virðisaukaskatts af orkunotkun innan varnargirðingar ratsjárstöðvar á Bolafjalli vestra.
Starfsemin þar var talin undanþegin greiðsluskyldu á grundvelli ákvæðis í lögum sem í gildi voru á þeim tíma er umræðir þ.e. varnarmálalög nr. 34/2008. Samkvæmt þeim lögum yfirtók Varnarmálastofnunin rekstur stöðvarinnar.
Segir svo í 1. mgr. 21. gr. laganna : „Öryggis- og varnarsvæði, ásamt mannvirkjum íslenska ríkisins, Atlantshafsbandalagsins eða Bandaríkjanna þar, og starfsemi þeim tengd, skulu undanþegin öllum opinberum gjöldum, þ.m.t. vegna kaupa á vöru og þjónustu til viðhalds og rekstrar. Þá eru mannvirkin undanþegin skyldutryggingu fasteigna.“
Í dómnum kemur fram að í frumvarpi til varnarmálalaga segi í athugasemdum við 21. gr. að eðli málsins samkvæmt falli virðisaukaskattur undir hugtakið opinber gjöld í ákvæðinu.
Niðurstaða dómsins var sem fyrr greinir að Varnarmálastofnun væri undanþeginn greiðslu umrædds virðisaukaskatts. Sjá dóm hér.