Meðfylgjandi er dómur Mannréttindadómstóls Evrópu sem varðar skattareglur hérlendis.
Um var að ræða deilu iðnmeistarans Varðar Ólafssonar við íslenska ríkið um réttmæti iðnaðarmálagjalds.
Iðnaðarmálagjald er, 0,08% þinggjald og lagt á rekstraraðila iðnaðar . Tekjur af gjaldinu renna til Samtaka iðnaðarins og á að verja tekjunum til að vinna að eflingu iðnaðar og iðnþróunar í landinu.
Taldi Vörður að það stæðist ekki ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu.
Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu árið 2005 að álagning iðnaðarmálagjaldsins hefði verið lögmæt.
Dómstóllinn í Strassborg taldi töku gjaldsins íhlutun í félagafrelsi Varðar. Þess vegna m.a. hefði ríkið brotið gegn 11. grein mannréttindasáttmála Evrópu um félagafrelsi.
Úrskurðaði dómstóllinn þannig Verði í hag.
Sjá dóm