Search
Close this search box.

Dómur. Refsimál. Agnar Helgason

D Ó M U R

Héraðsdóms Reykjaness, þriðjudaginn 21. desember 2010, í máli nr. S-866/2010:

Ákæruvaldið

(Eyjólfur Ármannsson ftr.)

gegn

Agnari Helgasyni

 

Mál þetta, sem dómtekið var 7. desember 2010, er höfðað með ákæru ríkislögreglustjóra, útgefinni 13. október 2010, á hendur [Agnari Helgasyni}  „fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum framin í sjálfstæðri atvinnustarfsemi ákærða, með því að hafa:

 

1. Hvorki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum né staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var á árunum 2002 til og með 2008, í samræmi við fyrirmæli IX. kafla laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988, samtals að fjárhæð kr. 10.899.541, sem sundurliðast sem hér greinir:

 

 

Uppgjörstímabil:

 

Vantalin skattskyld velta: Vangoldinn VSK:
Árið 2002

janúar-febrúar

mars-apríl

maí-júní

júlí-ágúst

september-október

nóvember-desember

 

 

kr.         601.880

kr.         836.334

kr.         636.533

kr.         938.196

kr.         749.787

kr.         899.528

kr.     4.662.258

kr.       147.461

kr.       204.902

kr.       155.950

kr.       229.858

kr.       183.698

kr.       220.384

kr.   1.142.253

 

Árið 2003

janúar-febrúar

mars-apríl

maí-júní

júlí-ágúst

september-október

nóvember-desember

 

kr.         781.264

kr.         389.688

kr.      1.359.000

kr.         864.067

kr.         688.892

kr.         872.087

kr.     4.954.998

kr.       191.409

kr.         95.473

kr.       332.955

kr.       211.697

kr.       168.779

kr.       213.662

kr.   1.213.975

 

Árið 2004

janúar-febrúar

mars-apríl

maí-júní

júlí-ágúst

september-október

nóvember-desember

 

kr.         680.747

kr.         915.830

kr.      1.078.290

kr.      1.035.066

kr.         343.331

kr.      1.616.175

kr.     5.669.439

kr.       166.783

kr.       224.379

kr.       264.181

kr.       253.592

kr.         84.116

kr.       395.962

kr.   1.389.013

 

Árið 2005

janúar-febrúar

mars-apríl

maí-júní

júlí-ágúst

september-október

nóvember-desember

 

kr.         870.350

kr.         860.161

kr.      1.566.866

kr.      1.205.409

kr.         741.804

kr.      1.203.617

kr.     6.448.038

kr.       213.236

kr.       210.740

kr.       383.882

kr.       295.326

kr.       181.742

kr.       294.845

kr.    1.579.771

 

Árið 2006

janúar-febrúar

mars-apríl

maí-júní

júlí-ágúst

september-október

nóvember-desember

 

kr.      1.210.917

kr.         948.438

kr.      1.795.735

kr.      1.348.470

kr.      1.457.928

kr.      1.333.980

kr.     8.095.468

kr.       296.674

kr.       232.367

kr.       439.956

kr.       330.376

kr.       357.192

kr.       326.825

kr.    1.983.390

 

Árið 2007

janúar-febrúar

mars-apríl

maí-júní

júlí-ágúst

september-október

nóvember-desember

 

kr.      1.241.550

kr.      1.028.510

kr.      1.284.564

kr.      1.747.885

kr.      1.395.280

kr.      1.337.990

kr.     8.035.779

kr.       304.180

kr.       251.985

kr.       314.719

kr.       428.231

kr.       341.844

kr.       327.808

kr.    1.968.767

 

Árið 2008

janúar-febrúar

mars-apríl

maí-júní

júlí-ágúst

september-október

nóvember-desember

 

Samtals:

 

kr.      1.399.814

kr.      1.393.559

kr.      1.546.818

kr.         860.580

kr.      1.198.961

kr.         222.200

kr.     6.621.932

 

kr.    44.487.912

kr.       342.955

kr.       341.422

kr.       378.970

kr.       210.841

kr.       293.745

kr.         54.439

kr.    1.622.372

 

kr.  10.899.541

 

 

2. Látið undir höfuð leggjast að færa lögboðið bókhald og vanrækt að varðveita bókhaldsgögn vegna sjálfstæðrar atvinnustarfsemi sinnar á árunum 2002 til og með 2008.

Framangreind brot ákærða samkvæmt 1. tölulið ákæru teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995, sbr. einnig 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, sbr. 3. gr. laga nr. 42/1995 og 3. gr. laga nr. 134/2005.

Framangreind brot ákærða samkvæmt 2. tölulið ákæru teljast varða við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995, sbr. einnig 1. og 2. tölulið 1. mgr. 37. gr., sbr. 36. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald, sbr. 1. gr. laga nr. 37/1995.

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.“

 

Um málavaxtalýsingu er skírskotað til ákæru.

Við ákvörðun refsingar er litið til þess að verknaður ákærða stóð yfir í langan tíma og varðaði verulega fjárhæð. Hins vegar ber að hafa í huga að ákærði hefur hreinskilnislega játað brot sín og að hann hefur ekki áður sætt refsingum sem máli skiptir. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í níu mánuði. Rétt þykir að fresta fullnustu þessarar refsingar ákærða og skal hún falla niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955.

Jafnframt er ákærða gert að greiða 33.000.000 króna í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, ella sæti ákærði fangelsi í sex mánuði.

Engan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins.

Ragnheiður Bragadóttir héraðsdómari kveður upp dóminn.

 

 

Dómsorð:

Ákærði, Agnar Helgason, sæti fangelsi í níu mánuði, en fullnustu refsingarinnar er frestað og skal hún falla niður að liðnum þremur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955.

Ákærði greiði 33.000.000 króna í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, ella sæti ákærði fangelsi í sex mánuði.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur