Search
Close this search box.

Dómur. Refsimál. Vilhjálmur Stefánsson

D Ó M U R

Héraðsdóms Reykjaness, þriðjudaginn 21. desember 2010, í máli nr. S-877/2010:

Ákæruvaldið

(Eyjólfur Ármannsson ftr.)

gegn

Vilhjálmi Stefánssyni

Mál þetta, sem dómtekið var 7. desember 2010, er höfðað með ákæru ríkislögreglustjóra, útgefinni 21. október 2010, á hendur Vilhjálmi Stefánssyni, kt. 000000-0000, Hraunkambi 4, Hafnarfirði „fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum framin í rekstri einkahlutafélagsins VS Hús, kennitala 000000-0000, sem ákærði Vilhjálmur var framkvæmdastjóri, varastjórnarmaður og prókúruhafi fyrir, með því að hafa:

Eigi staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum einkahlutafélagsins á lögmæltum tíma vegna uppgjörstímabilanna maí-júní og nóvember-desember 2006 og janúar-febrúar 2007, og hafa eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í rekstri einkahlutafélagsins vegna uppgjörstímabilanna mars-apríl, maí-júní og nóvember-desember 2006 og janúar-febrúar 2007, í samræmi við fyrirmæli í IX. kafla laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, samtals að fjárhæð kr. 4.647.586, sem sundurliðast sem hér greinir.

 

 

Uppgjörstímabil:

 

Vangoldinn VSK:
Árið 2006

mars-apríl

maí-júní

nóvember-desember

 

 

kr.     2.522.377

kr.        439.565

kr.     1.541.561

kr.    4.503.503

 

Árið 2007

janúar-febrúar

 

 

Samtals 2006 og 2007:

kr.       144.083

kr.      144.083

 

kr.    4.647.586

 

 

Framangreind brot ákærða samkvæmt ákæru teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995, sbr. einnig 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, sbr. 3. gr. laga nr. 42/1995 og 3. gr. laga nr. 134/2005.

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.“

Um málavaxtalýsingu er skírskotað til ákæru.

Ákærði játaði brot sitt skýlaust fyrir dóminum eins og því er lýst í ákæru. Þykir með játningu ákærða sem á sér stoð í gögnum málsins sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem ákært er fyrir og er brot ákærða rétt heimfært til refsiákvæða í ákærunni.

Samkvæmt sakavottorði hlaut ákærði dóm hinn 5. maí 2002 fyrir skjalafals, en var ekki gerð sérstök refsing og hinn 27. nóvember 2007 gekkst ákærði undir viðurlagaákvörðun, 5.132.248 króna sekt, fyrir brot gegn 1. mgr. 40.gr. laga um virðisaukaskatt með síðari breytingum.

Brot það, sem ákærði hefur nú verið sakfelldur fyrir, framdi ákærði áður en síðari dómurinn gekk og ber því að dæma ákærða hegningarauka við þann dóm í samræmi við 78. gr. og almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá ber að tiltaka refsinguna í samræmi við ákvæði 77. gr. sömu laga.

Við ákvörðun refsingar er litið til þess að ákærði hefur gengist greiðlega við broti sínu. Þá er litið til þess að ákærði hefur staðið skil á verulegum hluta skattfjárhæðar að því er varðar tímabilin mars-apríl og maí-júní 2006, sem og janúar-febrúar 2007. Með hliðsjón af framangreindu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði, en rétt þykir að fresta fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið eins og nánar greinir í dómsorði. Þá er ákærða gert að greiða 3.400.000 krónur í sekt að viðlagðri vararefsingu eins og segir í dómsorði.

Engan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins.

Ragnheiður Bragadóttir héraðsdómari kveður upp dóminn.

 

Dómsorð:

Ákærði, Vilhjálmur Stefánsson, sæti fangelsi í tvo mánuði, en fullnustu refsingarinnar er frestað og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955.

Ákærði greiði 3.400.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, ella sæti ákærði fangelsi í 30 daga.

Ragnheiður Bragadóttir

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur