Search
Close this search box.

Dómur. Verðmat tekjuskattskuldbindingar við sölu hlutafjár.

Í meðfylgjandi dómsmáli var deilt um efni kaupsamnings um hlutafé.  Seljandi hlutafjárins taldi sig hlunnfarinn. Nánar tiltekið var um það að ræða að innan þess félags sem kaupin vörðuðu  hafði safnast upp tekjuskattsskuldbinding vegna söluhagnaðar fasteignar.
Þegar frá sölu hlutabréfanna var gengið  var tekjuskattur  lögaðila 18 %. Við tekjufærslu söluhagnaðarins var  hann  15 %.
Seljandinn  miðaði við í málflutningi sínum að tekjuskattsskuldbindingu hefði átt að gera upp miðað við 15% tekjuskatt en ekki 18%.  Gerði hann kröfu um greiðslu mismunar hér á þar sem um það leyti sem frá kaupunum var gengið hafi legið fyrir að hlutfallið myndi lækka í 15%.
Seljandinn taldi að viðskiptavenja væri  fyrir því að gera tekjuskattsskuldbindingu upp á þann hátt í viðskiptum með hluti milli hluthafa innan félags að seljandi taki helming skuldbindingarinnar á sig og kaupandinn hinn helminginn.
Þessu andmælti kaupandinn.
Í matsgerð dómkvaddra matsmanna sem lá frammi í málinu, segir að ekki sé um að ræða neinar algildar reglur í uppgjöri skattskuldbindinga.
Taldi dómarinn að seljanda hefði  ekki tekist að sýna fram á neina viðskiptavenju í þessu sambandi. Teldist þessi fullyrðing  því ósönnuð.
Tapaði seljandinn málinu á þessum forsendum og öðrum sem nánar eru raktar í dómnum..

 Sjá skjal

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur