Search
Close this search box.

Einfaldari ársskil – “Hnappurinn”

Einfaldari ársreikningaskil – „Hnappurinn“24.6.2016

Ríkisskattstjóri og iðnaðar- og viðskiptaráðherra hafa skrifað undir samning um útfærslu og framkvæmd á vinnu við að koma á rafrænum skilum ársreikninga fyrir örfyrirtæki, en verkefnið hefur fengið vinnuheitið „Hnappurinn“.

Örfyrirtæki teljast vera þau fyrirtæki sem uppfylla a.m.k. tvö af þremur eftirfarandi skilyrðum:

  • Vera með efnahagsreikning upp á 20 milljónir króna eða minna
  • Ársveltu undir 40 milljónum króna
  • Ekki meira en þrjú ársverk að meðaltali

Þegar skattframtali er skilað geta þessi fyrirtæki valið að lykiltölur úr skattframtali félagsins verði sendar ársreikningaskrá sem fullgildur ársreikningur til birtingar. Slíkan ársreikning þarf hvorki að yfirfara af skoðunarmanni eða endurskoða né heldur þarf að fylgja með honum skýrsla stjórnar.
Áætlað er að rafræn skil ársreikninga muni einfalda skil fyrir um 80% félaga á Íslandi.

 

„Hnappurinn“ einfaldar ársreikningaskil yfir 80% fyrirtækja

20.6.2016

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, skrifaði í dag undir samning við Ríkisskattstjóra um útfærslu og framkvæmd á vinnu við að koma á rafrænum skilum ársreikninga fyrir örfyrirtæki í takt við nýlegar breytingar á lögum um ársreikninga. Verkefnið hefur fengið vinnuheitið „Hnappurinn“ og gildir samningurinn til ársloka 2016.Einfaldari skil ársreikninga hjá litlum fyrirtækjum, lægri umsýslukostnaður og bætt viðskiptaumhverfi voru helstu markmiðin með breytingum á lögum um ársreikninga sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði fram á Alþingi og samþykkt voru fyrir þinghlé. Breytingarnar taka til yfir 80% íslenskra fyrirtækja og eru þau nefnd örfyrirtæki til aðgreiningar. Skilgreining á örfyrirtæki eru fyrirtæki sem uppfylla a.m.k. tvö af þremur skilyrðum, að vera með efnahagsreikning upp á 20 milljónir króna eða minna, ársveltu undir 40 milljónum króna og ekki meira en þrjú ársverk að meðaltali.

Forsvarsmenn félagsins geta, um leið og þeir skila skattframtali, valið að gefa samþykki sitt fyrir því að lykiltölur úr skattframtali félagsins verði sendar ársreikningaskrá sem fullgildur ársreikningur til birtingar. Slíkan ársreikning þarf hvorki að yfirfara af skoðunarmanni eða endurskoða né heldur þarf að fylgja með honum skýrsla stjórnar. Þetta einfaldar skil fyrir um 80% félaga á Íslandi og lækkar kostnað þessara félaga verulega. Einnig er vonast til að fleiri félög skili ársreikningum á réttum tíma með þessu fyrirkomulagi. Með því skapast einnig betra tækifæri fyrir eftirlitsaðila að einbeita sér að skilum stærri félaga.

,,Breytingin er byltingarkennd fyrir stóran hluta allra fyrirtækja á landinu og einfaldar mjög alla framtalsvinnu þeirra. Við skil á skattframtali getur forsvarsmaður örfélags hakað við þar til gerðan reit á skattframtalinu (Hnappinn) og tölvukerfi Ríkisskattstjóra sér sjálfvirkt um að útbúa ársreikning byggðan á fyrirliggjandi gögnum. Með þessu er stigið stórt skref í þá átt að bæta skil á ársreikningum. Með lagabreytingunni verður umhverfi viðskiptalífsins gegnsærra, óvirkum félögum mun fækka og heildaryfirsýn yfir markaðinn verður skýrari, – en það er ein af forsendum þess að hægt sé að ráðast með markvissum hætti gegn kennitöluflakki,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Samkvæmt lögunum er dregið úr upplýsingagjöf í ársreikningi lítilla félaga og ekki er gerð krafa um að lítil félög birti sjóðsstreymi með ársreikningi sínum. Einnig eru litlar samstæður undanþegnar þeirri skyldu að semja samstæðureikning. Ástæða þess er sú að notendur reikningsskila lítilla félaga hafa ekki sömu þörf  fyrir ítarlegar upplýsingar og stærri félög. Einnig getur það vegið þungt í rekstri lítilla félaga að gera samstæðureikningsskil til viðbótar við árleg reikningsskil móðurfélags.   Jafnframt er með nýju lögunum styrkt sektarheimild  ársreikningaskrár þannig að ferlið við að knýja fram  skil á ársreikningum tekur styttri tíma og verður einfaldara í framkvæmd en verið hefur. Enn fremur er lagt til að ferlið varðandi slit félaga hafi ársreikningi ekki verið skilað verði stytt.  Að lokum er lagt til að heimild til að krefjast slita verði færð frá ráðherra til ársreikningaskrár.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur