Fræðslunefnd sér um að halda endurmenntunarviðburði innan félagsins og er kosið í nefndina á hverju ári (sjá lista yfir nefndarmeðlimi).
Netfang nefndarinnar er [email protected].
Endurmenntunareiningar fást fyrir að sitja námskeið eða ráðstefnur á vegum félagsins. Misjafnt er hversu margar einingar er hægt að fá og fer það eftir lengd námskeiðs/ráðstefnu.
Félagsmenn geta líka fengið endurmenntunareiningar fyrir námskeið sem ekki eru á vegum félagsins. Þá er best að fylla út og prenta endurmenntunar-eyðublað, skanna það inn og senda á póstfangið: [email protected] ásamt staðfestingu á þátttöku (t.d. afrit af viðurkenningu/skírteini, afrit af reikningi o.þ.h.). Einnig er hægt að senda eyðublaðið og staðfestinguna í pósti merkt:
Félag viðurkenndra bókara
Pósthólf 8514
128 Reykjavík
Stjórn FVB skipar umsjónarmann endurmenntunar á hverju ári (sjá lista yfir stjórnarmeðlimi). Netfang umsjónarmanns er [email protected].