Search
Close this search box.

Endurmenntunarreglur

Úr samþykktum félagsins:

 

Endurmenntun félagsmanna

21. gr

Félagsmaður skal á hverju 3ja ára tímabili sækja endumenntun sem félagið viðurkennir, sem svarar til 45 eininga, sbr. 2. mgr. Heimilt er að víkja frá þessu ef sérstaklega stendur á s.s veikindi.

Einingar skulu reiknaðar sem hér segir:

Fundir og námskeið á vegum Félags viðurkenndra bókara eða önnur sem félagið viðurkennir:

   Hálfdags námskeið eða ráðstefna ………………. 7,5 einingar
   Heilsdags námskeið eða ráðstefna ……………… 15,0 einingar
   Önnur fagnámskeið og fræðslufundir …………… 1,5 eining pr klst

22. gr

Félagsmaður skal skrá þátttöku sína í námskeiðum eða fyrirlestrum á eyðublöð sem Félag viðurkenndra bókara útbýr til notkunar við framkvæmd lagagreina þessara og ber að skila því til Félags viðurkenndra bókara fyrir 31. janúar ár hvert.
Félagið heldur skrá yfir einingafjölda hvers félagsmanns og tilkynnir viðkomandi félagsmanni ef hann uppfyllir ekki ákvæði 22. grar um endurmenntun. Félagsmaður skal framvísa gögnum um þátttöku sína í námskeiðum sem veita einingar óski stjórn Félags viðurkenndra bókara þess. Verði félagsmaður ekki við ósk félagsins um að framvísa umbeðnum gögnum skal tilkynning viðkomandi falla niður. Félagið sjálft ber ekki kostnað vegna endurmenntunar félagsmanna.

23. gr

Óski félagsmaður eftir áframhaldandi veru í félaginu skal hann sýna fram á að hann hafi sinnt endurmenntun sbr. 21. gr. Skili félagsmaður ekki staðfestingu á endumenntun sbr. 21. gr  fellur hann af félagasskrá.

24. gr

Sérstök nefnd skal hafa umsjón með endurmenntun félagsins m.a. með námskeiðum og ráðstefnum fyrir félagsmenn. Að jafnaði skal þó einn stjórnarmaður hafa umsjón með starfi nefndarinnar.

Fimm nefndarmenn skulu vera í nefndinni, þar af einn formaður. Nefndarmaður skal sitja í a.m.k. 2 ár og kosið um 2 annað árið og 3 hitt.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur