Námskeið Fræðslunefndar í apríl 2023
Fimmtudaginn 13. apríl frá kl. 8.30-10.00 á Zoom
Vegna fjölda áskorana og fyrirspurna endurtekin fyrirlestur
Erfðamál fyrirlestur 1
Athugið að þessi fyrirlestur er sá sami eða svipaður og Sveinbjörg var með á ráðstefnunni í nóvember sl.
Þann 24 apríl verður Sveinbjörg síðan með annan fyrirlestur þar sem verður farið dýpra í erfðamál tegundir eigna, skattframtöl ábyrgð bókara ofl. ofl. Nánar auglýst eftir páska. Gott að hafa farið á fyrirlestur 1 á undan.
Námskeið: Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir lögmaður og framkvæmdastjóri Lagastoðar mun fjalla um erfðamál, erfðafjárskatt, kaupmála, erfðarskrár, sambúðarsaminga, lífeyrismál, skiptingu lífeyrisréttinda og líftryggingagreiðslna. Umfjöllun verður almenn en einnig sniðin að sérfræðisviði viðurkenndra bókara og hvernig þeir geta best hagað ráðgjöf í þessum efnum til viðskiptamanna sinna.
FYRIRLESTURINN ER AÐEINS Í RAUNTÍMA (EKKI UPPTAKA)
LINKUR TIL AÐ FYLGJAST MEÐ VERÐUR SENDUR ÚT KVÖLDIÐ ÁÐUR.
Verð fyrir félagsmenn aðeins kr. 3500. – Fyrir fólk utan félags kr. 5.500
ATH. Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku
á námskeiðinu.
Námskeiðið gefur 2,5 endurmenntunarpunkta
Skráning er á vef FVB til og með þriðjudags 11. Apríl nk.