Félag viðurkenndra bókara var stofnað 26. janúar 2002 og voru stofnfélagar 33. Í fyrstu stjórn sátu Már Jóhannsson sem var jafnframt formaður, Rósa Ólafsdóttir, Gunnar Páll Ívarsson, Gísli J Grímsson og Anna Antonsdóttir.
Félagið er fagfélag og þurfa félagsmenn að hafa hlotið viðurkenningu frá ráðuneytinu sem viðurkenndur bókarar skv. lögum.
Í félagsstarfi okkar leggjum við mikla áherslu á endurmenntun ásamt því að vera vettvangur fyrir gagnkvæm kynni félagsmanna.
Félagið er einnig vettvangur fyrir gagnkvæm kynni félagsmanna alls staðar á landinu. Fagleg endurmenntun í skemmtilegum félagsskap. Til að efla sig í starfi er nauðsynlegur þáttur að stækka tengslanetið og geta fengið upplýsingar frá hvor öðrum. Félagið heldur úti heimasíðu sem er aðal samskiptavettvangur fyrir félagsmenn. Félagið sendir reglulega út fréttabréf og geta utanaðkomandi aðilar sem vilja fylgjast með félagsstarfinu skráð sig á póstlistann. Ennfremur er félagið með síðu á Facebook.
Endurmenntun er eitt mikilvægasta hlutverk félagsins og markmiðið að félagsmenn séu vel upplýstir og fylgist vel með breytingum sem verða. Haldið er utan um endurmenntun félagsmanna og þurfa þeir að skila inn endurmenntunareiningum skv. ákveðnum reglum félagsins. Félagið hefur staðið fyrir reglulegum fyrirlestrum ásamt fjölda annarra styttri námskeiða til að halda félagsmönnum vel upplýstum.
Megintilgangur félagsins er m.a.
- Að viðhalda og auka faglega þekkingu félagsmanna.
- Að vinna að bættri þjónustu félagsmanna við viðskiptavini sína, opinbera aðila og aðra er byggja á störfum þeirra.
- Að vinna að kynningu á starfssviði félagsmanna.
- Að vera vettvangur fyrir gagnkvæm kynni félagsmanna