30.10.2007 Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 25/2007
Í dag var undirritaður í Osló samningur milli Íslands og Manar um upplýsingaskipti á sviði skattamála.
Samhliða hafa verið gerðir þrír samningar er varða skattlagningu tekna á afmörkuðum sviðum, þ.e. samningur um að komast hjá tvöfaldri skattlagningu á tekjur einstaklinga, samningur um skattlagningu tekna af rekstri skipa og flugvéla og samningur um aðferðir við ákvörðun hagnaðar tengdra fyrirtækja.